Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. september 2022 16:51 Framleiðsla á iPhone 14 verði færð til Indlands. Getty/Future Publishing Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína. Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína.
Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira