Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. september 2022 16:51 Framleiðsla á iPhone 14 verði færð til Indlands. Getty/Future Publishing Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína. Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple hefur áður látið framleiða símtækin á Indlandi en framleiðslan hefur yfirleitt ekki verið færð þangað fyrr en mörgum mánuðum eftir að síminn hefur verið kynntur, nú er minna en mánuður síðan hulunni var svipt af iPhone 14. CNN greinir frá þessu. Tilkynning Apple er sögð koma á tímum tilfærslu framleiðslu tæknifyrirtækja frá Kína þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikið strik í reikninginn. Auk þessa hafi einhverjir áhyggjur af sambandi Kína og Bandaríkjanna vegna deila um Taívan. Í ágúst heimsótti Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Taívan þrátt fyrir mikil mótmæli Kínverja en talið var að heimsóknin gæti aukið spennu á milli ríkjanna tveggja. Kínverjar flugu orustuþotum inn á loftsvæði Taívan í kringum heimsókn Pelosi til landsins og var talið að flugið hafi verið framkvæmt vegna heimsóknarinnar. Þar að auki er Apple sagt hafa beðið framleiðendur í Taívan um að fylgja reglum frá Kína um merkingar á varningi sínum í ágúst síðastliðnum. Það þýddi að vörur framleiddar í Taívan skyldu vera merktar sem „framleiddar í Taívan, Kína“ en ekki Taívan. Þetta sé gert til þess að forðast seinkanir á sendingum varnings til Kína. Þetta á að hafa gerst í kjölfar heimsóknar Pelosi til Taívan. Sendingar af vörum sem merktar séu „framleitt í Taívan“ eigi það á hættu að tefjast eða vera hafnað. Meirihluti varnings Apple sé framleiddur í Kína en þó framleiðsla iPhone 14 hafi verið færð til Indlands sé hann framleiddur af Taívönsku fyrirtækjunum Foxconn, Wistron og Pegatron þar í landi. Apple er sagt hafa verið að skoða frekari nýtingu á framleiðslustöðvum í Víetnam og Indlandi en það sé að einhverju leyti vegna strangra hafta vegna kórónuveirufaraldursins í Kína.
Taívan Kína Bandaríkin Tækni Apple Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent