Malí tapaði fyrir Serbíu, 81-68, á HM í gær. Þetta var fjórða tap Malíkvenna í jafn mörgum leikjum á mótinu og þær eru úr leik.
Á viðtalssvæðinu eftir leik réðist Salimatou Kourouma á samherja sinn, Kamite Elisabeth Dabou, og kýldi hana þrisvar sinnum.
Á sama tíma var Sasa Cado, leikmaður Serbíu, í viðtali við serbneska sjónvarpsstöð. Henni var greinilega brugðið þegar hún sneri sér við og sá leikmenn Malí slást. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Malí tapaði fyrir Kanada, 65-88, í lokaleik sínum á HM í morgun. Þrátt fyrir árásina í gær lék Kourouma leikinn í morgun og skoraði sjö stig og tók fimm fráköst. Kabou skoraði sex stig.