Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision Elísabet Hanna skrifar 27. september 2022 16:01 Úkraína sigraði Eurovision í ár en getur ekki haldið keppnina vegna stríðsins sem þar geisar. Getty/Giorgio Perottino Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. Bretland endaði í öðru sæti í keppninni í ár með lagið Spaceman sem Sam Ryder söng og var því boðið að halda keppnina á næsta ári. Upphaflega voru borgirnar Birmingham, Leeds, Manchester, Newcastle og Sheffield einnig mögulegir staðir. Síðast þegar keppnin var haldin í Bretlandi, árið 1998, fór hún fram í National Indoor leikvanginum í Birmingham. Í Glasgow yrði keppnin haldin á OVO Hydro leikvanginum en í Liverpool væri það M&S Bank leikvangurinn. OVO Hydro leikvangurinn var notaður sem sögusvið í Will Farrell kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire. Hydro leikvangurinn í Glasgow.Getty/Kit Downey Photography Staðurinn sem verður fyrir valinu mun taka á móti fjölda gesta og fá mikla athygli. Borgirnar sem komu til greina voru metnar og skoðaðar út frá nokkrum punktum: Hvort að staðurinn bjóði upp á tónleikahöll sem gæti rúmað keppnina. Hvort að staðurinn geti skuldbundið sig í að halda viðburðinn, meðal annars með fjárframlagi. Hversu sterk menningin er. Hversu vel staðurinn samræmist gildum BBC, meðal annars með það að leiðarljósi að bæta hagkerfið í Bretlandi. Staðurinn þarf að geta tekið á móti fjölmiðlum og gestum hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Aðstandendur keppninnar í Bretlandi segja að viðburðurinn muni einnig heiðra Úkraínu og menningu þeirra. Þetta er í fimmta sinn sem Bretar taka það að sér að halda keppnina þrátt fyrir að hafa ekki sigrað hana árið áður. Eurovision Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu England Skotland Tengdar fréttir Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36 Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29 Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52 Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Bretland endaði í öðru sæti í keppninni í ár með lagið Spaceman sem Sam Ryder söng og var því boðið að halda keppnina á næsta ári. Upphaflega voru borgirnar Birmingham, Leeds, Manchester, Newcastle og Sheffield einnig mögulegir staðir. Síðast þegar keppnin var haldin í Bretlandi, árið 1998, fór hún fram í National Indoor leikvanginum í Birmingham. Í Glasgow yrði keppnin haldin á OVO Hydro leikvanginum en í Liverpool væri það M&S Bank leikvangurinn. OVO Hydro leikvangurinn var notaður sem sögusvið í Will Farrell kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire. Hydro leikvangurinn í Glasgow.Getty/Kit Downey Photography Staðurinn sem verður fyrir valinu mun taka á móti fjölda gesta og fá mikla athygli. Borgirnar sem komu til greina voru metnar og skoðaðar út frá nokkrum punktum: Hvort að staðurinn bjóði upp á tónleikahöll sem gæti rúmað keppnina. Hvort að staðurinn geti skuldbundið sig í að halda viðburðinn, meðal annars með fjárframlagi. Hversu sterk menningin er. Hversu vel staðurinn samræmist gildum BBC, meðal annars með það að leiðarljósi að bæta hagkerfið í Bretlandi. Staðurinn þarf að geta tekið á móti fjölmiðlum og gestum hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Aðstandendur keppninnar í Bretlandi segja að viðburðurinn muni einnig heiðra Úkraínu og menningu þeirra. Þetta er í fimmta sinn sem Bretar taka það að sér að halda keppnina þrátt fyrir að hafa ekki sigrað hana árið áður.
Eurovision Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu England Skotland Tengdar fréttir Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36 Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29 Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52 Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. 29. ágúst 2022 13:36
Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25. júlí 2022 11:29
Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. 23. júní 2022 16:52
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01