Afgreiðsla forsætisnefndar á máli Sigurðar Inga sögð skrípaleikur Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2022 14:29 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur þverneitað að upplýsa hver hin særandi ummæli sem hann lét falla voru nánar tilgreint. Björn Leví telur það siðareglnabrot útaf fyrir sig. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar sóttu hart að stjórnarliðum vegna afgreiðslu forsætisnefndar á siðanefndakæru á hendur Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á Alþingi í dag. Málið, sem varðar dólgsleg ummæli Sigurðar Inga í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, sem greindi frá því að Sigurður Ingi hafi látið afar særandi ummæli um sig falla í hófi Framsóknamanna í tengslum við síðasta Búnaðarþing fyrir um hálfu ári. Málið var tekið upp í dagskrárliðnum „Um fundarstjórn forseta“. Eins og Vísir greindi frá vísaði forsætisnefnd málinu frá eftir að málið hafði velkst í nefndinni í fimm mánuði. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu afgreiðsluna forkastanlega og til þess fallna að kasta rýrð á virðingu almennings fyrir Alþingi og störfum þess. xB og xD drepa málið og er alveg sama um virðingu þingsins Málshefjandi var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og hún taldi afgreiðsluna fyrir neðan allar hellur. „Í fyrsta skipti sem mál sem varðar brot ráðherra á siðareglum fór fyrir forsætisnefnd blasti við að það var ákveðinn prófsteinn fyrir Alþingi,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hún sagði að mikilvægt væri að siðareglur giltu fyrir alla, líka þá sem væru ráðherrar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar telur meirihluta forsætisnefndar, fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, hafa stórskaðað traust almennings á Alþingi með afgreiðslu sinni á málinu.vísir/vilhelm „Frá fyrsta fundi blasti við að það þvældist fyrir að um ráðherra var að ræða. Siðanefnd fékk síðan ekki að leggja mat á málið heldur var því vísað frá forsætisnefnd heilum fimm mánuðum eftir að kvörtun barst. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks komu í veg fyrir að málið fengi umfjöllun í siðanefnd. Og það fer gegn þeim tilgangi siðareglna að efla traust almennings á Alþingi.“ Með afstöðu sinni og afgreiðslu telur Þorbjörg Sigríður að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi þannig valdið miklum skaða. Fleiri þingmenn sem tóku til máls í umræðunni töldu að siðareglurnar væru misnotaðar af meirihlutanum í pólitískum tilgangi, ýmist til að þagga óþægileg mál eða koma höggi á andstæðinga sína. Sigurður Ingi sakaður um óheiðarleika Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, en hann á jafnframt sæti í forsætisnefnd, rifjaði upp 1. reglu siðareglnanna ráðherra þar sem lögð er áhersla á heiðarleika. Svo sé einnig í siðareglum þingmanna. „Samt gerist það í þessu máli að ráðherra, sem er einnig þingmaður, bókstaflega neitar að greina frá atvikum mála.“ Björn Leví segir að málinu hafi sífellt verið slegið á frest í forsætisnefnd, til að fá annað yfirlit eða sögulegt samhengi. Í fimm mánuði. „Ef ráðherra neitar að svara ætti það að vera siðanefndarbrot út af fyrir sig,“ sagði Björn Leví sem fór sérstaklega fram á það á sínum tíma að ummælin lægju fyrir: Brot á þeim heiðarleika sem búist er við að þingmenn og ráðherra starfi samkvæmt. Fleiri þingmenn tóku til máls: „Ég ætla bara að segja það hreint út, að ég held að siðareglur Alþingismanna og eftirlit með framkvæmd þeirra hafi snúist upp í skrípaleik. Þetta er skrípaleikur þar sem þingmenn ýmist hvítþvo hver annan eftir pólitískum flokkslínum eða ná sér niður á hver öðrum eftir pólitískum flokkslínum. Þessi tilviljanakennda meðhöndlun á siðareglumálum er að verða að sjálfstæðu vandamáli sem kastar rýrð á Alþingi og ímynd þess. Við getum ekki haft þetta svona,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Málið, sem varðar dólgsleg ummæli Sigurðar Inga í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, sem greindi frá því að Sigurður Ingi hafi látið afar særandi ummæli um sig falla í hófi Framsóknamanna í tengslum við síðasta Búnaðarþing fyrir um hálfu ári. Málið var tekið upp í dagskrárliðnum „Um fundarstjórn forseta“. Eins og Vísir greindi frá vísaði forsætisnefnd málinu frá eftir að málið hafði velkst í nefndinni í fimm mánuði. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu afgreiðsluna forkastanlega og til þess fallna að kasta rýrð á virðingu almennings fyrir Alþingi og störfum þess. xB og xD drepa málið og er alveg sama um virðingu þingsins Málshefjandi var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og hún taldi afgreiðsluna fyrir neðan allar hellur. „Í fyrsta skipti sem mál sem varðar brot ráðherra á siðareglum fór fyrir forsætisnefnd blasti við að það var ákveðinn prófsteinn fyrir Alþingi,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hún sagði að mikilvægt væri að siðareglur giltu fyrir alla, líka þá sem væru ráðherrar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar telur meirihluta forsætisnefndar, fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, hafa stórskaðað traust almennings á Alþingi með afgreiðslu sinni á málinu.vísir/vilhelm „Frá fyrsta fundi blasti við að það þvældist fyrir að um ráðherra var að ræða. Siðanefnd fékk síðan ekki að leggja mat á málið heldur var því vísað frá forsætisnefnd heilum fimm mánuðum eftir að kvörtun barst. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks komu í veg fyrir að málið fengi umfjöllun í siðanefnd. Og það fer gegn þeim tilgangi siðareglna að efla traust almennings á Alþingi.“ Með afstöðu sinni og afgreiðslu telur Þorbjörg Sigríður að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi þannig valdið miklum skaða. Fleiri þingmenn sem tóku til máls í umræðunni töldu að siðareglurnar væru misnotaðar af meirihlutanum í pólitískum tilgangi, ýmist til að þagga óþægileg mál eða koma höggi á andstæðinga sína. Sigurður Ingi sakaður um óheiðarleika Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, en hann á jafnframt sæti í forsætisnefnd, rifjaði upp 1. reglu siðareglnanna ráðherra þar sem lögð er áhersla á heiðarleika. Svo sé einnig í siðareglum þingmanna. „Samt gerist það í þessu máli að ráðherra, sem er einnig þingmaður, bókstaflega neitar að greina frá atvikum mála.“ Björn Leví segir að málinu hafi sífellt verið slegið á frest í forsætisnefnd, til að fá annað yfirlit eða sögulegt samhengi. Í fimm mánuði. „Ef ráðherra neitar að svara ætti það að vera siðanefndarbrot út af fyrir sig,“ sagði Björn Leví sem fór sérstaklega fram á það á sínum tíma að ummælin lægju fyrir: Brot á þeim heiðarleika sem búist er við að þingmenn og ráðherra starfi samkvæmt. Fleiri þingmenn tóku til máls: „Ég ætla bara að segja það hreint út, að ég held að siðareglur Alþingismanna og eftirlit með framkvæmd þeirra hafi snúist upp í skrípaleik. Þetta er skrípaleikur þar sem þingmenn ýmist hvítþvo hver annan eftir pólitískum flokkslínum eða ná sér niður á hver öðrum eftir pólitískum flokkslínum. Þessi tilviljanakennda meðhöndlun á siðareglumálum er að verða að sjálfstæðu vandamáli sem kastar rýrð á Alþingi og ímynd þess. Við getum ekki haft þetta svona,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent