Innlent

Kæra á hendur Arnari felld niður

Árni Sæberg skrifar
Arnar Sverrisson er laus allra mála.
Arnar Sverrisson er laus allra mála. Bylgjan

Lögreglurannsókn á meintri hatursorðræðu Arnars Sverrissonar sálfræðings hefur verið felld niður.

Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kyn­röskun stúlkna. Hin nýja „móður­sýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna.

Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands.

Arnar var síðað kærður til lögreglu í júní síðastliðnum af Tönju Vigdísardóttur, sem hafði svarað grein Arnars á sínum tíma.

 Þegar Arnar greindi frá því að hann hafi verið kærður sagði hann að lögregla hafi í upphafi hafnað því að rannsaka málið en rannsókn hafi hafist að skipan ríkislögreglustjóra. Nú greinir hann frá því á Facebook að honum hafi verið tjáð að rannsókn málsins hafi verið felld niður. 

„Svo virðist sem ríkissaksóknara og þrýstihópi kynskiptinga verði ekki að þeirri ósk sinni að vista mig á Hólmsheiðinni og hafa af mér sektarfé, því mér barst í fyrradag svofellt bréf frá lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann.


Tengdar fréttir

Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk

Lög­maður hefur á­hyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningar­frelsis og hatur­s­orð­ræðu of langt í átt að vin­sælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjól­stæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans­ fólk sem Sam­tökin ’78 segja full af hatri og grafa undan til­vist þess.

Saka­mála­rann­sókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningar­frelsið

Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×