Braut ákærusvið lögreglustjóra lög? Viðar Hjartarson skrifar 3. október 2022 18:00 Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun