Segja skráningu lyfja skilvirkustu lausnina við lyfjaskorti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. október 2022 16:30 Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis. Aðsent/Aldís Pálsdóttir Parlogis, stór dreifingaraðili lyfja á Íslandi, segir rangt að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. Það sé ekki í samræmi við upplýsingar sem Parlogis hafi gefið til Lyfjastofnunar vegna skýrslunnar. Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér. Lyf Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér.
Lyf Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira