Umfjöllun: ÍBV 2-1 FH | FH-ingar áfram í fallsæti eftir tap í Eyjum Jón Már Ferro skrifar 5. október 2022 17:30 Hermann Hreiðarsson og lærisveinar í ÍBV byrja úrslitakeppnina vel. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann öflugan 2-1 sigur á FH í Vestmannaeyjum í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri helmings Bestu-deildarinnar. Með sigrinum er ÍBV nú fjórum stigum fyrir ofan FH með 23 stig á meðan Hafnfirðingar eru enn þá í næst neðsta sæti með 19 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir mikla pressu en það bar árangur strax á 8. mínútu þegar Telmo Castanheira skoraði glæsilegt mark. Telmo fékk boltann frá vinstri, nokkrum metrum fyrir utan teig gestanna, tók boltann með vinstri fæti í fyrstu snertingu og skrúfaði boltann yfir Atla Gunnar í marki FH. Fyrstu 20 mínútur leiksins var ÍBV með öll völd á leiknum, þeir léku með vindi og beittu mikið af löngum boltum inn fyrir vörn FH. Gestirnir áttu erfitt með að halda boltanum og því fór leikurinn fram á vallarhelming þeirra þessar fyrstu 20. mínútur. Það benti ekki mikið til þess að FH var að fara skora í fyrri hálfleik miðað við gang leiksins. Þeir bættu hins vegar ráð sitt eftir erfiðar fyrstu 20. mínútur og náðu að halda meira í boltann. Það skilaði árangri á 33. mínútu, þegar Ólafur Guðmundsson, vinstri bakvörður FH, skoraði mark eftir hornspyrnu Kristins Freys. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var leikurinn frekar rólegur en í seinni hálfleik spilaði FH með vindinn í bakið en réðu alls ekki við það því Eyjamenn komust aftur yfir á 56. mínútu. ÍBV fékk þá aukaspyrnu út við hornfánann hægra megin eftir klaufalega tæklingu Guðmundar Kristjánssonar. Jón Ingason tók aukaspyrnuna með vinstri fæti, inn að marki FH, sem gestirnir náðu að hreinsa en ÍBV kom boltanum aftur inn á teiginn. Þar missti Davíð Snær boltann mjög klaufalega til Eiðs Arons sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Eftir það reyndu FH-ingar allt sem þeir gátu til að jafna leikinn og fengu nokkur fín færi. Fyrir utan það var sóknarleikur þeirra mjög lélegur og einkenndist af mörgum misheppnuðum sendingum. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn voru tilbúnir frá byrjun og settu FH-inga undir pressu með mjög beinskeyttum leik sínum. Eyjamenn réðu betur við aðstæður. Eins og stundum áður var rok í Vestmannaeyjum og það sást vel á leiknum hvort liðið er vanara því. Hverjir stóðu upp úr? Eiður Aron og Guðjón Orri stóðu upp úr í dag. Eiður batt vörnina saman og Guðjón Orri varði nokkrum sinnum vel. Mestan hluta leiks gerði ÍBV vel varnarlega og átti FH erfitt með að láta boltann ganga. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH-inga var langt frá því að vera góður. Margar sendingar þeirra fóru forgörðum, það var líkt og þeir hefðu aldrei spilað í roki. Hvað gerist næst? ÍBV fær Keflavík í heimsókn á sunnudaginn klukkan 14:00. Á sama tíma fær FH Leikni í heimsókn. Besta deild karla ÍBV FH Fótbolti
ÍBV vann öflugan 2-1 sigur á FH í Vestmannaeyjum í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri helmings Bestu-deildarinnar. Með sigrinum er ÍBV nú fjórum stigum fyrir ofan FH með 23 stig á meðan Hafnfirðingar eru enn þá í næst neðsta sæti með 19 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir mikla pressu en það bar árangur strax á 8. mínútu þegar Telmo Castanheira skoraði glæsilegt mark. Telmo fékk boltann frá vinstri, nokkrum metrum fyrir utan teig gestanna, tók boltann með vinstri fæti í fyrstu snertingu og skrúfaði boltann yfir Atla Gunnar í marki FH. Fyrstu 20 mínútur leiksins var ÍBV með öll völd á leiknum, þeir léku með vindi og beittu mikið af löngum boltum inn fyrir vörn FH. Gestirnir áttu erfitt með að halda boltanum og því fór leikurinn fram á vallarhelming þeirra þessar fyrstu 20. mínútur. Það benti ekki mikið til þess að FH var að fara skora í fyrri hálfleik miðað við gang leiksins. Þeir bættu hins vegar ráð sitt eftir erfiðar fyrstu 20. mínútur og náðu að halda meira í boltann. Það skilaði árangri á 33. mínútu, þegar Ólafur Guðmundsson, vinstri bakvörður FH, skoraði mark eftir hornspyrnu Kristins Freys. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var leikurinn frekar rólegur en í seinni hálfleik spilaði FH með vindinn í bakið en réðu alls ekki við það því Eyjamenn komust aftur yfir á 56. mínútu. ÍBV fékk þá aukaspyrnu út við hornfánann hægra megin eftir klaufalega tæklingu Guðmundar Kristjánssonar. Jón Ingason tók aukaspyrnuna með vinstri fæti, inn að marki FH, sem gestirnir náðu að hreinsa en ÍBV kom boltanum aftur inn á teiginn. Þar missti Davíð Snær boltann mjög klaufalega til Eiðs Arons sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Eftir það reyndu FH-ingar allt sem þeir gátu til að jafna leikinn og fengu nokkur fín færi. Fyrir utan það var sóknarleikur þeirra mjög lélegur og einkenndist af mörgum misheppnuðum sendingum. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn voru tilbúnir frá byrjun og settu FH-inga undir pressu með mjög beinskeyttum leik sínum. Eyjamenn réðu betur við aðstæður. Eins og stundum áður var rok í Vestmannaeyjum og það sást vel á leiknum hvort liðið er vanara því. Hverjir stóðu upp úr? Eiður Aron og Guðjón Orri stóðu upp úr í dag. Eiður batt vörnina saman og Guðjón Orri varði nokkrum sinnum vel. Mestan hluta leiks gerði ÍBV vel varnarlega og átti FH erfitt með að láta boltann ganga. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH-inga var langt frá því að vera góður. Margar sendingar þeirra fóru forgörðum, það var líkt og þeir hefðu aldrei spilað í roki. Hvað gerist næst? ÍBV fær Keflavík í heimsókn á sunnudaginn klukkan 14:00. Á sama tíma fær FH Leikni í heimsókn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti