Ólöf Helga ætlar í formannsslag við Ragnar Þór Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2022 12:11 Ólöf Helga Adolfsdóttir bauð sig fram til embættis formanns Eflingar í febrúnar en beið þar lægri hlut gegn Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Hún greinir frá framboði sínu í fréttatilkynningu og segist ekki geta látið embættið baráttulaust í hendur fólks sem sé sjúkt í völd. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var þar til núna einn í framboði til forseta ASÍ. Þing sambandsins hefst á mánudag. „Alþýðusamband Íslands er eitt það dýrmætasta sem launafólk á Íslandi á. Að setja það baráttulaust í hendur fólks sem lætur eigin valdahagsmuni ganga fyrir hagsmunum almenns félagsfólks væri ámælisvert. Ég hef því tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta ASÍ á þingi sambandsins sem hefst nú á mánudag,“ segir Ólöf Helga í tilkynningu. Hún segist hafa kynnst af eigin raun hversu mikilvægt það sé fyrir vinnandi fólk að eiga skjól í sínu stéttarfélagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór standa þétt saman í verkalýðsbaráttunni. Formenn ellefu verkalýðsfélaga innan ASÍ líst þó ekki á aðferðir þeirra og skrifuðu grein máli sínu til stuðnings á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm „En ég hef líka séð hveru illa það fer með fólk að eiga ekki slíkt skjól. Fyrir rúmu ári síðan var mér sagt upp störfum sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli af þeirri ástæðu einni að ég vildi sinna starfi mínu sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Stéttarfélag mitt, Efling, tók málið föstum tökum og höfðaði mál fyrir Félagsdómi. Samhliða var ráðiðst í fjölmiðlaherferð og ég – sem hafði aldrei birst í fjölmiðlum nema sem barn að halda tombólu – var til viðtals í öllum helstu miðlum landsins. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, stilltu sér upp mér við hlið. Framleidd voru myndbönd, skrifaðar fréttir og greinar og fólk kallað saman til mótmæla.“ Þegar aðalmeðferð hafi farið fram í máli mínu fyrir Félagsdómi nú nýverið hafi lögmaður félagsins fylgt málinu eftir. „En nú brá svo við að formaðurinn kom hvergi nærri og þagði þunnu hljóði. Engin frétt var birt á síðu Eflingar, hvað þá myndefni og ekki var kallað til mótmæla eða sett fram ákall um samstöðu. Ástæða þessara sinnaskipta var einfaldlega sú að ég hafði hreyft öðrum skoðunum á starfi og framtíð Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir. Ég gat því ekki annað en dregið þann lærdóm að opinber stuðningur félagsins míns væri háður því að það þjónaði pólitískum hagsmunum formannsins. Þetta var ekki aðeins sárt og óþægilegt fyrir mig, heldur ógnar svona framkoma réttindum og hagsmunum allra þeirra tugþúsunda einstaklinga sem eru félagar í Eflingu.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eru hluti af þéttum hópi sem stefnir á forseta og varaforsetaembætti hjá ASÍ.Vísir/Vilhelm Nú vilji Sólveig Anna, í valdabandalagi við Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálm Birgisson taka yfir Alþýðusamband Íslands. „Í gegnum hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar fórnuðu þau trúverðugleika verkalýðshreyfingarinnar og félagsfólki fyrir eigin valdahagsmuni. Óljóst er hvað þríeykið vill með sambandið. En það hefur komið skýrt fram að þau munu ekki hafa rúm fyrir aðrar skoðanir en sínar eigin og vilja stjórna í krafti meirihlutaræðis. Allir sem mótmæla þeim fá yfir sig fúkyrðaflaum – og þegar önnur sjónarmið eru sett fram er þeim mætt með hótunum og offorsi.“ Ólöf Helga segist hafa verið virk í verkalýðsbaráttunni síðastliðin ár. Hún hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019. Hún bauð sig fram til formanns síðaliðinn vetur en beið lægri hlut gegn Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þær tókust á í Pallborðinu á Vísi í vor. „Ég hef unnið láglaunastörf alla mína starfsævi, að frátöldum þeim mánuðum sem ég gegndi embætti varaformanns Eflingar. Sem forseti ASÍ hef ég áhuga á að að leiða fólk saman og starfa með öllum aðildarfélögum innan hreyfingarinnar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að hreyfingin þjóni áfram öllu sínu félagsfólki, óháð pólitískum skoðunum þess. Ég trúi að lýðræðið snúst ekki aðeins um atkvæðagreiðslu eða hausatalningu, heldur ferli og umræðu þar sem öll sjónarmið skipta máli. Ég trúi á ASÍ sem breiðfylkingu.“ Framundan sé þungur vetur kjaraviðræðna þar sem snúa þurfi bökum saman og ná fram raunverulegum kjarabótum. „Ég tel mikilvægt að verkalýðshreyfingin sé bæði sameinuð og sterk og býð fram mína krafta til að vinna að því.“ Yfirlýsing frá Ólöfu Helgu Adolfsdóttur Alþýðusamband Íslands er eitt það dýrmætasta sem launafólk á Íslandi á. Að setja það baráttulaust í hendur fólks sem lætur eigin valdahagsmuni ganga fyrir hagsmunum almenns félagsfólks væri ámælisvert. Ég hef því tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta ASÍ á þingi sambandsins sem hefst nú á mánudag. Ég hef kynnst af eigin raun hversu mikilvægt það er fyrir vinnandi fólk að eiga skjól í sínu stéttarfélagi. En ég hef líka séð hveru illa það fer með fólk að eiga ekki slíkt skjól. Fyrir rúmu ári síðan var mér sagt upp störfum sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli af þeirri ástæðu einni að ég vildi sinna starfi mínu sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Stéttarfélag mitt, Efling, tók málið föstum tökum og höfðaði mál fyrir Félagsdómi. Samhliða var ráðiðst í fjölmiðlaherferð og ég – sem hafði aldrei birst í fjölmiðlum nema sem barn að halda tombólu – var til viðtals í öllum helstu miðlum landsins. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, stilltu sér upp mér við hlið. Framleidd voru myndbönd, skrifaðar fréttir og greinar og fólk kallað saman til mótmæla. Þegar aðalmeðferð fór fram í máli mínu fyrir Félagsdómi nú nýverið fylgdi lögmaður félagsins málinu eftir. En nú brá svo við að formaðurinn kom hvergi nærri og þagði þunnu hljóði. Engin frétt var birt á síðu Eflingar, hvað þá myndefni og ekki var kallað til mótmæla eða sett fram ákall um samstöðu. Ástæða þessara sinnaskipta var einfaldlega sú að ég hafði hreyft öðrum skoðunum á starfi og framtíð Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir. Ég gat því ekki annað en dregið þann lærdóm að opinber stuðningur félagsins míns væri háður því að það þjónaði pólitískum hagsmunum formannsins. Þetta var ekki aðeins sárt og óþægilegt fyrir mig, heldur ógnar svona framkoma réttindum og hagsmunum allra þeirra tugþúsunda einstaklinga sem eru félagar í Eflingu. Nú vill Sólveig Anna, í valdabandalagi við Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálm Birgisson, taka yfir Alþýðusamband Íslands. Í gegnum hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar fórnuðu þau trúverðugleika verkalýðshreyfingarinnar og félagsfólki fyrir eigin valdahagsmuni. Óljóst er hvað þríeykið vill með sambandið. En það hefur komið skýrt fram að þau munu ekki hafa rúm fyrir aðrar skoðanir en sínar eigin og vilja stjórna í krafti meirihlutaræðis. Allir sem mótmæla þeim fá yfir sig fúkyrðaflaum – og þegar önnur sjónarmið eru sett fram er þeim mætt með hótunum og offorsi. Ég hef verið virk í verkalýðsbaráttunni síðastliðin ár og setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019. Ég hef unnið láglaunastörf alla mína starfsævi, að frátöldum þeim mánuðum sem ég gegndi embætti varaformanns Eflingar. Sem forseti ASÍ hef ég áhuga á að að leiða fólk saman og starfa með öllum aðildarfélögum innan hreyfingarinnar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að hreyfingin þjóni áfram öllu sínu félagsfólki, óháð pólitískum skoðunum þess. Ég trúi að lýðræðið snúst ekki aðeins um atkvæðagreiðslu eða hausatalningu, heldur ferli og umræðu þar sem öll sjónarmið skipta máli. Ég trúi á ASÍ sem breiðfylkingu. Framundan er þungur vetur kjaraviðræðna þar sem við verðum að snúa bökum saman og ná fram raunverulegum kjarabótum. Ég tel mikilvægt að verkalýðshreyfingin sé bæði sameinuð og sterk og býð fram mína krafta til að vinna að því. Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var þar til núna einn í framboði til forseta ASÍ. Þing sambandsins hefst á mánudag. „Alþýðusamband Íslands er eitt það dýrmætasta sem launafólk á Íslandi á. Að setja það baráttulaust í hendur fólks sem lætur eigin valdahagsmuni ganga fyrir hagsmunum almenns félagsfólks væri ámælisvert. Ég hef því tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta ASÍ á þingi sambandsins sem hefst nú á mánudag,“ segir Ólöf Helga í tilkynningu. Hún segist hafa kynnst af eigin raun hversu mikilvægt það sé fyrir vinnandi fólk að eiga skjól í sínu stéttarfélagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór standa þétt saman í verkalýðsbaráttunni. Formenn ellefu verkalýðsfélaga innan ASÍ líst þó ekki á aðferðir þeirra og skrifuðu grein máli sínu til stuðnings á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm „En ég hef líka séð hveru illa það fer með fólk að eiga ekki slíkt skjól. Fyrir rúmu ári síðan var mér sagt upp störfum sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli af þeirri ástæðu einni að ég vildi sinna starfi mínu sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Stéttarfélag mitt, Efling, tók málið föstum tökum og höfðaði mál fyrir Félagsdómi. Samhliða var ráðiðst í fjölmiðlaherferð og ég – sem hafði aldrei birst í fjölmiðlum nema sem barn að halda tombólu – var til viðtals í öllum helstu miðlum landsins. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, stilltu sér upp mér við hlið. Framleidd voru myndbönd, skrifaðar fréttir og greinar og fólk kallað saman til mótmæla.“ Þegar aðalmeðferð hafi farið fram í máli mínu fyrir Félagsdómi nú nýverið hafi lögmaður félagsins fylgt málinu eftir. „En nú brá svo við að formaðurinn kom hvergi nærri og þagði þunnu hljóði. Engin frétt var birt á síðu Eflingar, hvað þá myndefni og ekki var kallað til mótmæla eða sett fram ákall um samstöðu. Ástæða þessara sinnaskipta var einfaldlega sú að ég hafði hreyft öðrum skoðunum á starfi og framtíð Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir. Ég gat því ekki annað en dregið þann lærdóm að opinber stuðningur félagsins míns væri háður því að það þjónaði pólitískum hagsmunum formannsins. Þetta var ekki aðeins sárt og óþægilegt fyrir mig, heldur ógnar svona framkoma réttindum og hagsmunum allra þeirra tugþúsunda einstaklinga sem eru félagar í Eflingu.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eru hluti af þéttum hópi sem stefnir á forseta og varaforsetaembætti hjá ASÍ.Vísir/Vilhelm Nú vilji Sólveig Anna, í valdabandalagi við Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálm Birgisson taka yfir Alþýðusamband Íslands. „Í gegnum hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar fórnuðu þau trúverðugleika verkalýðshreyfingarinnar og félagsfólki fyrir eigin valdahagsmuni. Óljóst er hvað þríeykið vill með sambandið. En það hefur komið skýrt fram að þau munu ekki hafa rúm fyrir aðrar skoðanir en sínar eigin og vilja stjórna í krafti meirihlutaræðis. Allir sem mótmæla þeim fá yfir sig fúkyrðaflaum – og þegar önnur sjónarmið eru sett fram er þeim mætt með hótunum og offorsi.“ Ólöf Helga segist hafa verið virk í verkalýðsbaráttunni síðastliðin ár. Hún hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019. Hún bauð sig fram til formanns síðaliðinn vetur en beið lægri hlut gegn Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þær tókust á í Pallborðinu á Vísi í vor. „Ég hef unnið láglaunastörf alla mína starfsævi, að frátöldum þeim mánuðum sem ég gegndi embætti varaformanns Eflingar. Sem forseti ASÍ hef ég áhuga á að að leiða fólk saman og starfa með öllum aðildarfélögum innan hreyfingarinnar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að hreyfingin þjóni áfram öllu sínu félagsfólki, óháð pólitískum skoðunum þess. Ég trúi að lýðræðið snúst ekki aðeins um atkvæðagreiðslu eða hausatalningu, heldur ferli og umræðu þar sem öll sjónarmið skipta máli. Ég trúi á ASÍ sem breiðfylkingu.“ Framundan sé þungur vetur kjaraviðræðna þar sem snúa þurfi bökum saman og ná fram raunverulegum kjarabótum. „Ég tel mikilvægt að verkalýðshreyfingin sé bæði sameinuð og sterk og býð fram mína krafta til að vinna að því.“ Yfirlýsing frá Ólöfu Helgu Adolfsdóttur Alþýðusamband Íslands er eitt það dýrmætasta sem launafólk á Íslandi á. Að setja það baráttulaust í hendur fólks sem lætur eigin valdahagsmuni ganga fyrir hagsmunum almenns félagsfólks væri ámælisvert. Ég hef því tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta ASÍ á þingi sambandsins sem hefst nú á mánudag. Ég hef kynnst af eigin raun hversu mikilvægt það er fyrir vinnandi fólk að eiga skjól í sínu stéttarfélagi. En ég hef líka séð hveru illa það fer með fólk að eiga ekki slíkt skjól. Fyrir rúmu ári síðan var mér sagt upp störfum sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli af þeirri ástæðu einni að ég vildi sinna starfi mínu sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Stéttarfélag mitt, Efling, tók málið föstum tökum og höfðaði mál fyrir Félagsdómi. Samhliða var ráðiðst í fjölmiðlaherferð og ég – sem hafði aldrei birst í fjölmiðlum nema sem barn að halda tombólu – var til viðtals í öllum helstu miðlum landsins. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, stilltu sér upp mér við hlið. Framleidd voru myndbönd, skrifaðar fréttir og greinar og fólk kallað saman til mótmæla. Þegar aðalmeðferð fór fram í máli mínu fyrir Félagsdómi nú nýverið fylgdi lögmaður félagsins málinu eftir. En nú brá svo við að formaðurinn kom hvergi nærri og þagði þunnu hljóði. Engin frétt var birt á síðu Eflingar, hvað þá myndefni og ekki var kallað til mótmæla eða sett fram ákall um samstöðu. Ástæða þessara sinnaskipta var einfaldlega sú að ég hafði hreyft öðrum skoðunum á starfi og framtíð Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir. Ég gat því ekki annað en dregið þann lærdóm að opinber stuðningur félagsins míns væri háður því að það þjónaði pólitískum hagsmunum formannsins. Þetta var ekki aðeins sárt og óþægilegt fyrir mig, heldur ógnar svona framkoma réttindum og hagsmunum allra þeirra tugþúsunda einstaklinga sem eru félagar í Eflingu. Nú vill Sólveig Anna, í valdabandalagi við Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálm Birgisson, taka yfir Alþýðusamband Íslands. Í gegnum hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar fórnuðu þau trúverðugleika verkalýðshreyfingarinnar og félagsfólki fyrir eigin valdahagsmuni. Óljóst er hvað þríeykið vill með sambandið. En það hefur komið skýrt fram að þau munu ekki hafa rúm fyrir aðrar skoðanir en sínar eigin og vilja stjórna í krafti meirihlutaræðis. Allir sem mótmæla þeim fá yfir sig fúkyrðaflaum – og þegar önnur sjónarmið eru sett fram er þeim mætt með hótunum og offorsi. Ég hef verið virk í verkalýðsbaráttunni síðastliðin ár og setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019. Ég hef unnið láglaunastörf alla mína starfsævi, að frátöldum þeim mánuðum sem ég gegndi embætti varaformanns Eflingar. Sem forseti ASÍ hef ég áhuga á að að leiða fólk saman og starfa með öllum aðildarfélögum innan hreyfingarinnar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að hreyfingin þjóni áfram öllu sínu félagsfólki, óháð pólitískum skoðunum þess. Ég trúi að lýðræðið snúst ekki aðeins um atkvæðagreiðslu eða hausatalningu, heldur ferli og umræðu þar sem öll sjónarmið skipta máli. Ég trúi á ASÍ sem breiðfylkingu. Framundan er þungur vetur kjaraviðræðna þar sem við verðum að snúa bökum saman og ná fram raunverulegum kjarabótum. Ég tel mikilvægt að verkalýðshreyfingin sé bæði sameinuð og sterk og býð fram mína krafta til að vinna að því.
Yfirlýsing frá Ólöfu Helgu Adolfsdóttur Alþýðusamband Íslands er eitt það dýrmætasta sem launafólk á Íslandi á. Að setja það baráttulaust í hendur fólks sem lætur eigin valdahagsmuni ganga fyrir hagsmunum almenns félagsfólks væri ámælisvert. Ég hef því tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta ASÍ á þingi sambandsins sem hefst nú á mánudag. Ég hef kynnst af eigin raun hversu mikilvægt það er fyrir vinnandi fólk að eiga skjól í sínu stéttarfélagi. En ég hef líka séð hveru illa það fer með fólk að eiga ekki slíkt skjól. Fyrir rúmu ári síðan var mér sagt upp störfum sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli af þeirri ástæðu einni að ég vildi sinna starfi mínu sem trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Stéttarfélag mitt, Efling, tók málið föstum tökum og höfðaði mál fyrir Félagsdómi. Samhliða var ráðiðst í fjölmiðlaherferð og ég – sem hafði aldrei birst í fjölmiðlum nema sem barn að halda tombólu – var til viðtals í öllum helstu miðlum landsins. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, stilltu sér upp mér við hlið. Framleidd voru myndbönd, skrifaðar fréttir og greinar og fólk kallað saman til mótmæla. Þegar aðalmeðferð fór fram í máli mínu fyrir Félagsdómi nú nýverið fylgdi lögmaður félagsins málinu eftir. En nú brá svo við að formaðurinn kom hvergi nærri og þagði þunnu hljóði. Engin frétt var birt á síðu Eflingar, hvað þá myndefni og ekki var kallað til mótmæla eða sett fram ákall um samstöðu. Ástæða þessara sinnaskipta var einfaldlega sú að ég hafði hreyft öðrum skoðunum á starfi og framtíð Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir. Ég gat því ekki annað en dregið þann lærdóm að opinber stuðningur félagsins míns væri háður því að það þjónaði pólitískum hagsmunum formannsins. Þetta var ekki aðeins sárt og óþægilegt fyrir mig, heldur ógnar svona framkoma réttindum og hagsmunum allra þeirra tugþúsunda einstaklinga sem eru félagar í Eflingu. Nú vill Sólveig Anna, í valdabandalagi við Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálm Birgisson, taka yfir Alþýðusamband Íslands. Í gegnum hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar fórnuðu þau trúverðugleika verkalýðshreyfingarinnar og félagsfólki fyrir eigin valdahagsmuni. Óljóst er hvað þríeykið vill með sambandið. En það hefur komið skýrt fram að þau munu ekki hafa rúm fyrir aðrar skoðanir en sínar eigin og vilja stjórna í krafti meirihlutaræðis. Allir sem mótmæla þeim fá yfir sig fúkyrðaflaum – og þegar önnur sjónarmið eru sett fram er þeim mætt með hótunum og offorsi. Ég hef verið virk í verkalýðsbaráttunni síðastliðin ár og setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019. Ég hef unnið láglaunastörf alla mína starfsævi, að frátöldum þeim mánuðum sem ég gegndi embætti varaformanns Eflingar. Sem forseti ASÍ hef ég áhuga á að að leiða fólk saman og starfa með öllum aðildarfélögum innan hreyfingarinnar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að hreyfingin þjóni áfram öllu sínu félagsfólki, óháð pólitískum skoðunum þess. Ég trúi að lýðræðið snúst ekki aðeins um atkvæðagreiðslu eða hausatalningu, heldur ferli og umræðu þar sem öll sjónarmið skipta máli. Ég trúi á ASÍ sem breiðfylkingu. Framundan er þungur vetur kjaraviðræðna þar sem við verðum að snúa bökum saman og ná fram raunverulegum kjarabótum. Ég tel mikilvægt að verkalýðshreyfingin sé bæði sameinuð og sterk og býð fram mína krafta til að vinna að því.
Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Sjá meira