Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 10:05 Ragnar Þór hefur boðið sig fram til forseta ASÍ. Vísir/vilhelm Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“ Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira