Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 10:05 Ragnar Þór hefur boðið sig fram til forseta ASÍ. Vísir/vilhelm Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“ Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira