Ánetjaðist saumaklúbb og kerlingum Berglind Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2022 07:30 Lék tveim skjöldum Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð. Jafnvel fjársöfnun til góðgerðamála. Áður en hann vissi sat hann með prjóna og fitjaði upp á sokkum fyrir Úkraínska hermenn. Hann sökk dýpra með hverri viku, vissi að hann braut trúnað við leikfélaga sína í Gaukum. Lék tveim skjöldum, var leikmaður í stuttbuxum með númer á bakinu á daginn en saumaklúbbskerling að kvöldlagi. Feluleikurinn endar Feluleikurinn gekk upp í heilt ár og sjálfstraustið óx, hann lifði tvöföldu lífi og komst upp með það. Honum fannst hann ósnertanlegur. En þá kom höggið. Á síðustu æfingu fyrir úrslitaleik kom einn félaginn auga á einkennilegan hlut í íþróttatösku hins ógæfusama leikmanns. Upp úr rósóttum poka í töskunni stóðu prjónar með hálfkláruðum ullarsokk. Það sló þögn á liðið. Heyra mátti saumnálina sem rann úr pokanum detta. Með hjartað á réttum stað Þjálfarinn skipaði mönnum sínum fram á völlinn, þeir kláruðu æfinguna og héldu svo krísufund. „Eruð þið saumaklúbbskerlingar?“ þrumaði þjálfarinn með grátstaf í kverkunum. Herti sig upp og pírði augun karlmannlega á eiganda prjónanna. „Nú leggur þú þig fram með öllu þínu hjarta“ sagði hann og lagði lófann á stað fyrir neðan kviðarhol. Leikmenn lutu höfði og vissu að Eldibrandur þjálfari myndi leiða þá í gegnum þetta erfiða tímabil. Garndeildin í Hagkaupum erfiðust Hinn ógæfusami leikmaður gekkst við sinni fíkn, fór í endurhæfingu, fékk sponsor sem hann hringir í ef hann lendir í garndeildinni í Hagkaupum eða hittir glaðværar saumaklúbbskerlingar sem knúsa hann mjúklega og ilma vel. Hlýleg kvöld með kertaljósum og sögum af sorgum, gleði og sigrum í lífinu toguðu í hann svo eina leiðin var að eyða öllum kerlingunum úr símanum til að fá ekki fleiri skilaboð um hlaupahóp eða gönguferð á Esjuna, sem hann átti erfitt með að standast. Víti til varnaðar Hann er búinn að henda prjónunum (ætlaði að gefa þá ásamt garninu en taldi það of kerlingarlegt) og þakkar Eldibrandi þjálfara fyrir að hafa bjargað sér. Í stað saumaklúbbsbrandara segir hann núna aðra brandara. Er aftur orðinn harður nagli sem lífgar við bolta á vellinum og leikur andstæðinga grátt. Rósapokinn var hengdur upp í höfuðstöðvum klúbbsins sem víti til varnaðar ungum drengjum. Höfundur er bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Handverk Prjónaskapur Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Lék tveim skjöldum Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð. Jafnvel fjársöfnun til góðgerðamála. Áður en hann vissi sat hann með prjóna og fitjaði upp á sokkum fyrir Úkraínska hermenn. Hann sökk dýpra með hverri viku, vissi að hann braut trúnað við leikfélaga sína í Gaukum. Lék tveim skjöldum, var leikmaður í stuttbuxum með númer á bakinu á daginn en saumaklúbbskerling að kvöldlagi. Feluleikurinn endar Feluleikurinn gekk upp í heilt ár og sjálfstraustið óx, hann lifði tvöföldu lífi og komst upp með það. Honum fannst hann ósnertanlegur. En þá kom höggið. Á síðustu æfingu fyrir úrslitaleik kom einn félaginn auga á einkennilegan hlut í íþróttatösku hins ógæfusama leikmanns. Upp úr rósóttum poka í töskunni stóðu prjónar með hálfkláruðum ullarsokk. Það sló þögn á liðið. Heyra mátti saumnálina sem rann úr pokanum detta. Með hjartað á réttum stað Þjálfarinn skipaði mönnum sínum fram á völlinn, þeir kláruðu æfinguna og héldu svo krísufund. „Eruð þið saumaklúbbskerlingar?“ þrumaði þjálfarinn með grátstaf í kverkunum. Herti sig upp og pírði augun karlmannlega á eiganda prjónanna. „Nú leggur þú þig fram með öllu þínu hjarta“ sagði hann og lagði lófann á stað fyrir neðan kviðarhol. Leikmenn lutu höfði og vissu að Eldibrandur þjálfari myndi leiða þá í gegnum þetta erfiða tímabil. Garndeildin í Hagkaupum erfiðust Hinn ógæfusami leikmaður gekkst við sinni fíkn, fór í endurhæfingu, fékk sponsor sem hann hringir í ef hann lendir í garndeildinni í Hagkaupum eða hittir glaðværar saumaklúbbskerlingar sem knúsa hann mjúklega og ilma vel. Hlýleg kvöld með kertaljósum og sögum af sorgum, gleði og sigrum í lífinu toguðu í hann svo eina leiðin var að eyða öllum kerlingunum úr símanum til að fá ekki fleiri skilaboð um hlaupahóp eða gönguferð á Esjuna, sem hann átti erfitt með að standast. Víti til varnaðar Hann er búinn að henda prjónunum (ætlaði að gefa þá ásamt garninu en taldi það of kerlingarlegt) og þakkar Eldibrandi þjálfara fyrir að hafa bjargað sér. Í stað saumaklúbbsbrandara segir hann núna aðra brandara. Er aftur orðinn harður nagli sem lífgar við bolta á vellinum og leikur andstæðinga grátt. Rósapokinn var hengdur upp í höfuðstöðvum klúbbsins sem víti til varnaðar ungum drengjum. Höfundur er bóndi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar