Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 21:00 Mars er skraufþurr og nístandi köld eyðimörk en í fyrndinni kann þar að hafa verið fljótandi vatn og kjöraðstæður fyrir líf. Myndin er samsett úr myndum frá Viking Orbiter 1 og á henni má meðal annars sjá Valles Marineris, ógnarstjórt gljúfrakerfi sem er meira en þrjú þúsund kílómetra langt. NASA/JPL-Caltech Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. Fátt gefur til kynna að líf gæti þrifist á Mars eins og við þekkjum reikistjörnuna. Meðalhitinn þar er í kringum mínus sextíu gráður og víðáttumiklir sandstormar sem geta þakið heilu heimshvelin geisa reglulega. Lofthjúpurinn er næfurþunnur og er að mestu leyti úr koltvísýringi. Í fyrndinni telja vísindamenn þó að aðstæður hafi verið allt aðrar og mögulega lífvænlegri. Meðalhitinn kann að hafa verið á milli tíu og tuttugu gráður. Alls kyns merki eru á yfirborði reikistjörnunnar um að þar hafi verið að finna vötn, ár og mögulega úthöf fljótandi vatns. Við þessar aðstæður fyrir um 3,7 milljörðum ára gætu einfaldar örverur sem nærast á vetni og mynda gróðurhúsalofttegundina metan hafa þrifist. Það er um sama leyti og líf kviknaði á jörðinni. Hér breyttu fyrstu örverurnar samsetningu lofthjúpsins og gerðu aðstæður vænlegri fyrir flóknari lífverur. Rannsókn hóps franskra vísindamanna sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy á mánudag bendir til þess að á Mars hafi örverur steypt sjálfum sér í glötun. Söndugar hlíðar á Mars á mynd HIRISE-myndavélar Mars Reconnaissance Orbiter-geimfarsins. Rannsóknin er sögð vekja spurningar um hvort að að líf í alheiminum kunni að hafa tilhneiginu til þess að eyða sjálfu sér með áhrifum sínum á umhverfi sitt.NASA/JPL/UArizona Skipti öflugri gróðurhúsalofttegund út fyrir vægari Vísindamennirnir notuðu loftslagslíkön til þess að skoða hvaða áhrif metanmyndandi örverur hefðu haft á andrúmsloft og jarðskorpu Mars fortíðarinnar. Gengu þeir út frá að lífverurnar líktust örverum sem nærast á vetni á jörðinni. Niðurstaðan var að metanið sem olli hlýnun á jörðinni hafi haft þveröfug áhrif á loftslag Mars. Örverurnar hafi þannig þurft að flýja kuldann á yfirborðinu æ dýpra ofan í jarðveg Mars til þess að lifa af. Ólík örlög lofthjúpsins á jörðinni annars vegar og Mars hins vegar má rekja til efnasamsetningar þeirra og fjarlægðar reikistjarnanna frá sólu. Á Mars var lofthjúpurinn fyrst og fremst úr koltvísýringi og vetni sem eru bæði öflugar gróðurhúsalofttegundir. Mars er að meðaltali um sjötíu milljón kílómetrum fjær sólinni en jörðin og þurfti því enn meira á gróðurhúsalofttegundunum til að skapa lífvænlegar aðstæður en jörðin. Þegar örverurnar byrjuðu að gleypa í sig vetni og mynda metan í staðinn veiktu þær gróðurhúsaáhrifin þar sem metan hefur ekki eins mikinn hlýnunarmátt og vetni þegar það víxlverkar við koltvísýring. Þetta ferli átti sér ekki stað á jörðinni því koltvísýringur var aðeins snefilefni í lofthjúpnum hér. „Örverurnar skiptu þannig í raun út öflugri gróðurhúsalofttegund, vetni, fyrir veikari gróðurhúsalofttegund, metan, sem hefði haft kólnunaráhrif,“ segir Boris Sauterey, stjörnulíffræðingur við IBESN-líffræðistofnunina í París, sem stýrði rannsókninni við vefsíðuna Space.com. Vilja vita hvort örverur gætu hafa lifað af Fljótandi vatnið á Mars fraus og yfirborðshitinn féll um tugi gráða, langt niður fyrir frostmark með loftslagsbreytingunum. Örverurnar hörfuðu þá dýpra og dýpra ofan í jarðveginn þar sem var hlýrra samkvæmt tilgátu vísindamannanna. Innan nokkur hundruð milljón ára hafi þær líklega þurft að leita allt niður á kílómetra dýpi á jarðskorpuna. Vélmennaleiðangrar manna til Mars undanfarinna ára og áratuga hafa meðal annars beinst að því að finna merki um fljótandi vatn og jafnvel örverulíf. Sauterey og félagar telja þrjá staði líklegasta þar sem lífverur hefðu mögulega getað komist af tiltölulega nærri yfirborðinu: í Jezero-gígnum sem könnunarjeppinn Perseverance rannsakar nú, á Hellas-sléttunni um mitt suðurhvelið og Isidis-sléttunni rétt norðan við miðbaug. Töluvert þarf til þess að örverurnar hefðu lifað af allt fram á þennan dag. Lofthjúpur Mars er að mestu leyti horfinn út í geim og örverurnar hefði því annað hvort þurft að finna sér annan orkugjafa en vetni eða reiða sig á einhvers konar jarðvirkni sem gæfi frá sér koltvísýring og vetni. „Okkur langar til þess að komast að því og reyna að finna mögulegar vinjar lífvænleika í jarðskorpu Mars,“ segir Sauterey. Metan hefur greinst í litlu magni í lofthjúpi Mars en engin leið er að segja til um hvort að það eigi sér líffræðilega uppsprettu. Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar. 30. júní 2021 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Fátt gefur til kynna að líf gæti þrifist á Mars eins og við þekkjum reikistjörnuna. Meðalhitinn þar er í kringum mínus sextíu gráður og víðáttumiklir sandstormar sem geta þakið heilu heimshvelin geisa reglulega. Lofthjúpurinn er næfurþunnur og er að mestu leyti úr koltvísýringi. Í fyrndinni telja vísindamenn þó að aðstæður hafi verið allt aðrar og mögulega lífvænlegri. Meðalhitinn kann að hafa verið á milli tíu og tuttugu gráður. Alls kyns merki eru á yfirborði reikistjörnunnar um að þar hafi verið að finna vötn, ár og mögulega úthöf fljótandi vatns. Við þessar aðstæður fyrir um 3,7 milljörðum ára gætu einfaldar örverur sem nærast á vetni og mynda gróðurhúsalofttegundina metan hafa þrifist. Það er um sama leyti og líf kviknaði á jörðinni. Hér breyttu fyrstu örverurnar samsetningu lofthjúpsins og gerðu aðstæður vænlegri fyrir flóknari lífverur. Rannsókn hóps franskra vísindamanna sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy á mánudag bendir til þess að á Mars hafi örverur steypt sjálfum sér í glötun. Söndugar hlíðar á Mars á mynd HIRISE-myndavélar Mars Reconnaissance Orbiter-geimfarsins. Rannsóknin er sögð vekja spurningar um hvort að að líf í alheiminum kunni að hafa tilhneiginu til þess að eyða sjálfu sér með áhrifum sínum á umhverfi sitt.NASA/JPL/UArizona Skipti öflugri gróðurhúsalofttegund út fyrir vægari Vísindamennirnir notuðu loftslagslíkön til þess að skoða hvaða áhrif metanmyndandi örverur hefðu haft á andrúmsloft og jarðskorpu Mars fortíðarinnar. Gengu þeir út frá að lífverurnar líktust örverum sem nærast á vetni á jörðinni. Niðurstaðan var að metanið sem olli hlýnun á jörðinni hafi haft þveröfug áhrif á loftslag Mars. Örverurnar hafi þannig þurft að flýja kuldann á yfirborðinu æ dýpra ofan í jarðveg Mars til þess að lifa af. Ólík örlög lofthjúpsins á jörðinni annars vegar og Mars hins vegar má rekja til efnasamsetningar þeirra og fjarlægðar reikistjarnanna frá sólu. Á Mars var lofthjúpurinn fyrst og fremst úr koltvísýringi og vetni sem eru bæði öflugar gróðurhúsalofttegundir. Mars er að meðaltali um sjötíu milljón kílómetrum fjær sólinni en jörðin og þurfti því enn meira á gróðurhúsalofttegundunum til að skapa lífvænlegar aðstæður en jörðin. Þegar örverurnar byrjuðu að gleypa í sig vetni og mynda metan í staðinn veiktu þær gróðurhúsaáhrifin þar sem metan hefur ekki eins mikinn hlýnunarmátt og vetni þegar það víxlverkar við koltvísýring. Þetta ferli átti sér ekki stað á jörðinni því koltvísýringur var aðeins snefilefni í lofthjúpnum hér. „Örverurnar skiptu þannig í raun út öflugri gróðurhúsalofttegund, vetni, fyrir veikari gróðurhúsalofttegund, metan, sem hefði haft kólnunaráhrif,“ segir Boris Sauterey, stjörnulíffræðingur við IBESN-líffræðistofnunina í París, sem stýrði rannsókninni við vefsíðuna Space.com. Vilja vita hvort örverur gætu hafa lifað af Fljótandi vatnið á Mars fraus og yfirborðshitinn féll um tugi gráða, langt niður fyrir frostmark með loftslagsbreytingunum. Örverurnar hörfuðu þá dýpra og dýpra ofan í jarðveginn þar sem var hlýrra samkvæmt tilgátu vísindamannanna. Innan nokkur hundruð milljón ára hafi þær líklega þurft að leita allt niður á kílómetra dýpi á jarðskorpuna. Vélmennaleiðangrar manna til Mars undanfarinna ára og áratuga hafa meðal annars beinst að því að finna merki um fljótandi vatn og jafnvel örverulíf. Sauterey og félagar telja þrjá staði líklegasta þar sem lífverur hefðu mögulega getað komist af tiltölulega nærri yfirborðinu: í Jezero-gígnum sem könnunarjeppinn Perseverance rannsakar nú, á Hellas-sléttunni um mitt suðurhvelið og Isidis-sléttunni rétt norðan við miðbaug. Töluvert þarf til þess að örverurnar hefðu lifað af allt fram á þennan dag. Lofthjúpur Mars er að mestu leyti horfinn út í geim og örverurnar hefði því annað hvort þurft að finna sér annan orkugjafa en vetni eða reiða sig á einhvers konar jarðvirkni sem gæfi frá sér koltvísýring og vetni. „Okkur langar til þess að komast að því og reyna að finna mögulegar vinjar lífvænleika í jarðskorpu Mars,“ segir Sauterey. Metan hefur greinst í litlu magni í lofthjúpi Mars en engin leið er að segja til um hvort að það eigi sér líffræðilega uppsprettu.
Mars Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar. 30. júní 2021 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar. 30. júní 2021 07:00