Katastrófa í dönskum byggingariðnaði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 13. október 2022 08:30 Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Danmörk Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Fram undan er svartur vetur í dönskum byggingariðnaði og líklega í stórum hluta Evrópu. Rafmagns og hitunar kostnaður ríkur upp sem og matur og því hefur dregið verulega úr kaupgetu Hr og Fru Hansen eins og Daninn kallar hinn almenna einstaklings kúnna. 10% verðbólga er staðreynd í Evrópu og Danir að upplifa mestu verðbólgu í 40 ár. Sambærilega mæld verðbólga er um 5% á Íslandi. Orkukostnaður kemur ofan í gríðarlegar hækkanir sem hafa orðið á byggingarvörum og þá sérstaklega vörum sem framleiddar eru með mikilli orku eins og múrsteinn, sement, stál, einangrun og gifs. Í Danmörku og Þýskalandi þá er mikið af þessum vörum framleidd með gasi sem gerir stöðuna enn verri. Erfiðleikar í framleiðslu og afhendingu á vörum frá Kína hafa svo alls ekki bætt stöðuna. En það sem er síðan að bæta gráu ofan á svart eru gríðarlegar vaxtahækkanir og er það orðið svo nú að 30 ára húsnæðislán með föstum vöxtum hjá stóru húsnæðislánastofnununum (Real kredit, Total kredit…) eru komin í 7,5% (árlegur kostnaður) og hærra…. Þetta hefur orðið til þess að sala á eldra húsnæði hefur snar minnkað en kannski það sem hefur mest áhrif er að sala á nýju húsnæði er fallið niður um 60-80%. Danskur byggingarmarkaður er öðru vísi en sá íslenski að því leiti að hér í dk þekkist nánast ekki að byggja og selja. Hér eru leigufélögin stórir á markaði (útboð) og síðan eru nær öll einbýli byggð af týpuhúsafyrirtækjum fyrir einstaklinga sem tryggt hafa sér lóð, því í Dk reyna öll sveitarfélög að tryggja nægt lóðaframboð. Verðandi íbúi hefur þannig leitað tilboða og lætur byggja fyrir sig. Hér er selt og svo byggt. Vegna þessa svimandi hárra vaxta er því nær enginn að tryggja sér lóð og láta byggja fyrir sig sem og leigufélögin stóru halda að sér höndum því byggingarkostnaður og vextir hafa rokið upp og því borgar sig ekki lengur að byggja leiguhúsnæði. Háir vextir og aukinn kostnaður hefur því dregið nýbyggingargeirann mjög hratt saman og núna er verið að afhenda hús sem voru seld seint á síðasta ári, en samdrátturinn hófst í byrjun þessa árs 2022. Nú þegar hafa flest stóru týpuhúsafyrirtækin (sem hafa byggt 1.000-1.500 hús á ári) dregið saman reksturinn um 50% og sum meira. Mörg meðalstór fyrirtæki með 50-100 iðnaðarmenn hafa verið að fara á hausinn vegna verðhækkana á byggingarefni. Við sjáum td að stærsta týpuhúsafyrirtæki Danmörku, Huscompagniet AS sem er á markaði, hefur lækkað gríðarlega á hlutabréfamarkaði eða úr 125 kr á hlut í fyrra í 42 kr á hlut í dag…. Það er gríðarleg lækkun og lýsir ástandinu mjög vel. Miklar uppsagnir hafa þegar orðið og verður allt fram að jólum. Vissulega eru mörg verkefni í gangi en mikið er keyrt áfram af sveitarfélögunum sem líka hafa þurft að draga saman seglin vegna vaxtakostnaðar. Bara í mínu sveitarfélagi Sønderborg þá var sveitarfélagið að fresta verkefnum upp á 300 milljónir danskar. Það er alveg sama hvernig horft er á þetta, það er katastrófa fram undan í dönskum byggingariðnaði og líklega á það við um byggingargeirann víðar í Evrópu. En hvernig horfir þetta þá við Íslandi? Jú eins dauði er annars brauð. Það er alveg ljóst að í kortunum er einhver lækkun á byggingarvörum vegna minni eftirspurnar er líður á veturinn, þó vissulega muni orkukostnaður halda einhverjum vörum háum áfram. Við munum líka sjá að miklu meira verður um hæfileika ríka iðnaðarmenn sem gætu komið til Íslands og tekið þátt í bráð nauðsynlegri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Verðbólga er á niðurleið á Íslandi, atvinnuleysi er nánast ekkert, hátt matvælaverð gagnast íslenskum sjávarútvegi, met hækkun varð á áli í gær 12.okt eða 7,5% á einum degi vegna mögulegs sölubanns á rússnesku áli, ferðaþjónusta er á fullri siglingu eftir covid. En kannski það allra mikilvægasta er að söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í dag er amk 30-40% hærra en byggingarkostnaður. Það er því gott rými fyrir einhverja lækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu (sem lækkar verðbólgu) og góðan hagnað fyrir verktaka sem eru svo heppnir að fá lóð á íslenskum lóða skortmarkaði. Fyrir 15 árum fóru íslenskir iðnaðarmenn til hinna norðurlandanna í leit að vinnu, nú stefnir í að þetta gæti snúist við. Að Íslendingar gætu fengið til sín hæfileika ríka iðnaðarmenn frá Danmörku td, menn sem kunna að ganga frá flötum þökum, hlaða veggi og setja upp loftræsingu. Ísland á bullandi tækifæri núna að laga sveltan húsnæðismarkað á stuttum tíma með aukinni lóðaúthlutun og góðum iðnaðarmönnum. Stóra tækifæri Íslands núna er að fá lærða og reynda erlenda iðnaðarmenn, ekki bara verkamenn. Kannski er kominn tími til að rifja upp og byrja að „snakke dansk“. Höfundur er eigandi byggingarfyrirtækisins Nordisk Boligbyg aps í Dk.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar