Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:38 Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 5. október síðastliðnum um gæsluvarðhald yfir konunni. Hún var handtekin ásamt þremur öðrum aðfaranótt 3. október síðastliðinn þegar tilkynning barst lögreglu á Ólafsfirði um að karlmaður hafi verið stunginn til bana í íbúð við Ólafsveg á Ólafsfirði. Konan, sem var eiginkona mannsins, sat í gæsluvarðhaldi þar til 7. október þegar henni var sleppt úr haldi ásamt annarri konu, sem var handtekin á sama tíma. Nú situr karlmaður enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á þriðjudag. Úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald yfir eiginkonunni var kveðinn upp 5. október síðastliðinn en var ekki birtur á vef Landsréttar fyrr en í gærkvöldi. Þar kemur fram að gögn bendi til að upphaf málsins hafi verið að hinn látni hafi sent einstakling, sem sé sennilega vitni í málinu, á heimilið við Ólafsveg að sækja eiginkonu sína. Þar hafi hún virst vera við neyslu á áfengi og hugsanlega öðrum vímugjöfum. Sá sem hinn látni hafi sent til að sækja konu sína hafi snúið til baka og tjáð manninum að hún hafi ekki viljað koma með honum. Þá hafi hinn látni farið sjálfur á staðinn og atburðarrás hafist sem hafi lokið með því að hann hafi verið stunginn til bana og maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi hlotið alvarlega áverka eftir hníf. Enn sé ekki vitað hver hafi veitt hinum látna þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Ýmislegt bendi þó til að hinn látni og sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafi átt í átökum þar sem hnífi var beitt. Rannsókn sé þó ekki komin það langt. Hafa skal í huga að þessar upplýsingar voru ritaðar strax 3. október og því líklegt að lögregla sé komin lengra á veg í rannsókn sinni nú, tíu dögum síðar. Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 5. október síðastliðnum um gæsluvarðhald yfir konunni. Hún var handtekin ásamt þremur öðrum aðfaranótt 3. október síðastliðinn þegar tilkynning barst lögreglu á Ólafsfirði um að karlmaður hafi verið stunginn til bana í íbúð við Ólafsveg á Ólafsfirði. Konan, sem var eiginkona mannsins, sat í gæsluvarðhaldi þar til 7. október þegar henni var sleppt úr haldi ásamt annarri konu, sem var handtekin á sama tíma. Nú situr karlmaður enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á þriðjudag. Úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald yfir eiginkonunni var kveðinn upp 5. október síðastliðinn en var ekki birtur á vef Landsréttar fyrr en í gærkvöldi. Þar kemur fram að gögn bendi til að upphaf málsins hafi verið að hinn látni hafi sent einstakling, sem sé sennilega vitni í málinu, á heimilið við Ólafsveg að sækja eiginkonu sína. Þar hafi hún virst vera við neyslu á áfengi og hugsanlega öðrum vímugjöfum. Sá sem hinn látni hafi sent til að sækja konu sína hafi snúið til baka og tjáð manninum að hún hafi ekki viljað koma með honum. Þá hafi hinn látni farið sjálfur á staðinn og atburðarrás hafist sem hafi lokið með því að hann hafi verið stunginn til bana og maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi hlotið alvarlega áverka eftir hníf. Enn sé ekki vitað hver hafi veitt hinum látna þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Ýmislegt bendi þó til að hinn látni og sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafi átt í átökum þar sem hnífi var beitt. Rannsókn sé þó ekki komin það langt. Hafa skal í huga að þessar upplýsingar voru ritaðar strax 3. október og því líklegt að lögregla sé komin lengra á veg í rannsókn sinni nú, tíu dögum síðar.
Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03
Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37
Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47