Í hópnum eru tveir Íranir, þau Movaffaq Kateb Kateshamshir fæddur 1985 og Sahar Safarianbana fædd 1987. Yngstur í hópnum er Sebastiaan Dreyer, fæddur 2003 í Suður-Afríku en elst er Anna Andriyash, fædd 1968 í Mongólíu. Þá eru þau Ekaterina Bondareva, fædd 1996 í Rússlandi, og Zeqir Kastrati fæddur 1975 í Kósovó einnig á listanum.
Allsherjar- og menntamálanefnd bárust einungis 30 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþini og lagði nefndin þá til að tólf yrði veittur ríkisborgararéttur. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að vegna þess hafi þótt nauðsynlegt að fresta afgreiðslu hluta umsókna fram á haust þar til gögn höfðu borist.