„Þetta er svo mikill hryllingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2022 15:33 Steinunn segir það vera ólíklegt að hestarnir lifi veturinn af. Steinunn Árnadóttir Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. Í dag skrifaði Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir, hestakona, bréf til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, sem hún birti einnig hér á Vísi. Þar segir hún að ekkert hafi verið gert í málefnum 25 hrossa sem eru á bæ einum í Borgarfirði. Hrossin hafa þurft að sæta ansi illri meðferð. Hrafnhildur hefur haft samband við þýsku dýraverndunarsamtökin AWF/TSB og beðið þau um að skoða málið. Samtökin munu þó bíða með rannsókn sína ef gripið verður til aðgerða strax. Í samtali við fréttastofu segir Hrafnhildur að málið einskorðist ekki við hross eigendanna. Kýr og sauðfé þeirra séu einnig í afar slæmu ástandi. „Þetta er svo mikill hryllingur. Ég veit að hann er líka með fé sem er mjög illa haldið og kýrnar hafa ekki farið út í tvö ár. Hvers konar líf er það?“ segir Hrafnhildur. Ólíklegt að þeir lifi af Steinunn Árnadóttir er sú sem greindi fyrst frá illri meðferð á hrossunum í Borgarfirði og segir hún að það sé ólíklegt að hestarnir lifi veturinn af. Þeir séu alls ekki tilbúnir í íslenskan vetur. „Það er búið að eyðileggja fyrir þeim möguleikann að lifa veturinn af með því að hafa þá svona lokaða inni. Þeir eru bara berir. Ég var þarna upp eftir einmitt áðan og þá sá ég einn sem ég sá ekki síðast. Hægri hliðin á honum er bara ber. Skinnið á honum er bara farið. Það er ekki einu sinni hár,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hestarnir hafa flestir sætt ansi illri meðferð.Steinunn Árnadóttir Hún, og fleiri, hafa reynt og reynt að fá svör hjá MAST en lítið fengið úr krafsinu. Ýmist er skellt á, vísað annað eða sagt að málefnið heyri ekki undir stofnuninni. Þá er ekki hægt að ræða við eigendur hrossanna. „Þeir eru á svo vondum stað að það er ekki ómaksins vert að reyna það einu sinni. Þú nálgast ekki þetta fólk, þú veist ekkert á hverju þú átt von. Það er margbúið að vara mig við því að nálgast þau ein. Ég fór og heimsótti móður hans og hún var ekki heima. Þau sáu til mín og hringdu á lögreglu,“ segir Steinunn. Lofaði þeim góðu heimili Ingibjörg Gunnarsdóttir seldi þrjú hross til fólksins en þegar hún sá myndir af þeim eftir veru hjá þeim vildi hún fá þá til baka. Hún leitaði til MAST sem sendu bréf um að málið félli ekki undir þeirra starfssvið. Undir bréfið skrifaði héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis. MAST segir spurningu Ingibjargar ekki falla undir sitt starfssvið. Fréttastofa ræddi við Ingibjörgu í dag þar sem hún segir yfirvöld hafa brugðist hrossunum. „Þau fría sig bara af ábyrgð og segjast ekkert hafa með þetta að gera. Hver á þá að gera það? Yfirvöld hafa algjörlega brugðist og virðast ekki hafa neinn áhuga eða eru bara útbrunninn. Þau hafa ekki skilning að það sé ekki eðlilegt að hrossið sé grindhorað á þessum árstíma, sé að fella feld og með skallabletti,“ segir Ingibjörg. Hún segist augljóslega ekki hafa vitað af því hvernig yrði komið fram við hrossin þegar hún seldi þau. Kaupandinn, sem er kærasta eigandans, hafði samband við Ingibjörgu á Instagram og reyndi að fá fimmtán folöld fyrst um sinn. Kærastan lofaði hrossunum góðu heimili líkt og sjá má í skjáskotunum hér fyrir neðan. Upphaflega vildi hún fá fimmtán folöld. Konan hefur ekki svarað Ingibjörgu. Eftirlitsmaður MAST á Vesturlandi vísaði á héraðsdýralækni þegar reynt var að ná tali af honum. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við héraðsdýralækni í dag, án árangurs. Uppfært klukkan 16:02: MAST sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem sagt var frá því að stofnunin hafi haft eftirlit með hrossunum. Við það eftirlit var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir MAST miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hestunum var hleypt út hefur verið haft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu MAST í heild sinni. Matvælastofnun vill árétta að dýravelferðarmál eru tekin alvarlega og sett hratt og örugglega í farveg innan stofnunarinnar. Ábending um hestana sem um ræðir kom inn á borð stofnunarinnar seint í sumar þar sem skyldum umráðarmanna um útivist þeirra hafði ekki verið sinnt. Við eftirlit Matvælastofnunar var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir Matvælastofnunar miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hrossunum var hleypt út hefur verið viðhaft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir. Dýr Hestar Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Í dag skrifaði Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir, hestakona, bréf til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, sem hún birti einnig hér á Vísi. Þar segir hún að ekkert hafi verið gert í málefnum 25 hrossa sem eru á bæ einum í Borgarfirði. Hrossin hafa þurft að sæta ansi illri meðferð. Hrafnhildur hefur haft samband við þýsku dýraverndunarsamtökin AWF/TSB og beðið þau um að skoða málið. Samtökin munu þó bíða með rannsókn sína ef gripið verður til aðgerða strax. Í samtali við fréttastofu segir Hrafnhildur að málið einskorðist ekki við hross eigendanna. Kýr og sauðfé þeirra séu einnig í afar slæmu ástandi. „Þetta er svo mikill hryllingur. Ég veit að hann er líka með fé sem er mjög illa haldið og kýrnar hafa ekki farið út í tvö ár. Hvers konar líf er það?“ segir Hrafnhildur. Ólíklegt að þeir lifi af Steinunn Árnadóttir er sú sem greindi fyrst frá illri meðferð á hrossunum í Borgarfirði og segir hún að það sé ólíklegt að hestarnir lifi veturinn af. Þeir séu alls ekki tilbúnir í íslenskan vetur. „Það er búið að eyðileggja fyrir þeim möguleikann að lifa veturinn af með því að hafa þá svona lokaða inni. Þeir eru bara berir. Ég var þarna upp eftir einmitt áðan og þá sá ég einn sem ég sá ekki síðast. Hægri hliðin á honum er bara ber. Skinnið á honum er bara farið. Það er ekki einu sinni hár,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hestarnir hafa flestir sætt ansi illri meðferð.Steinunn Árnadóttir Hún, og fleiri, hafa reynt og reynt að fá svör hjá MAST en lítið fengið úr krafsinu. Ýmist er skellt á, vísað annað eða sagt að málefnið heyri ekki undir stofnuninni. Þá er ekki hægt að ræða við eigendur hrossanna. „Þeir eru á svo vondum stað að það er ekki ómaksins vert að reyna það einu sinni. Þú nálgast ekki þetta fólk, þú veist ekkert á hverju þú átt von. Það er margbúið að vara mig við því að nálgast þau ein. Ég fór og heimsótti móður hans og hún var ekki heima. Þau sáu til mín og hringdu á lögreglu,“ segir Steinunn. Lofaði þeim góðu heimili Ingibjörg Gunnarsdóttir seldi þrjú hross til fólksins en þegar hún sá myndir af þeim eftir veru hjá þeim vildi hún fá þá til baka. Hún leitaði til MAST sem sendu bréf um að málið félli ekki undir þeirra starfssvið. Undir bréfið skrifaði héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis. MAST segir spurningu Ingibjargar ekki falla undir sitt starfssvið. Fréttastofa ræddi við Ingibjörgu í dag þar sem hún segir yfirvöld hafa brugðist hrossunum. „Þau fría sig bara af ábyrgð og segjast ekkert hafa með þetta að gera. Hver á þá að gera það? Yfirvöld hafa algjörlega brugðist og virðast ekki hafa neinn áhuga eða eru bara útbrunninn. Þau hafa ekki skilning að það sé ekki eðlilegt að hrossið sé grindhorað á þessum árstíma, sé að fella feld og með skallabletti,“ segir Ingibjörg. Hún segist augljóslega ekki hafa vitað af því hvernig yrði komið fram við hrossin þegar hún seldi þau. Kaupandinn, sem er kærasta eigandans, hafði samband við Ingibjörgu á Instagram og reyndi að fá fimmtán folöld fyrst um sinn. Kærastan lofaði hrossunum góðu heimili líkt og sjá má í skjáskotunum hér fyrir neðan. Upphaflega vildi hún fá fimmtán folöld. Konan hefur ekki svarað Ingibjörgu. Eftirlitsmaður MAST á Vesturlandi vísaði á héraðsdýralækni þegar reynt var að ná tali af honum. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við héraðsdýralækni í dag, án árangurs. Uppfært klukkan 16:02: MAST sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem sagt var frá því að stofnunin hafi haft eftirlit með hrossunum. Við það eftirlit var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir MAST miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hestunum var hleypt út hefur verið haft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu MAST í heild sinni. Matvælastofnun vill árétta að dýravelferðarmál eru tekin alvarlega og sett hratt og örugglega í farveg innan stofnunarinnar. Ábending um hestana sem um ræðir kom inn á borð stofnunarinnar seint í sumar þar sem skyldum umráðarmanna um útivist þeirra hafði ekki verið sinnt. Við eftirlit Matvælastofnunar var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir Matvælastofnunar miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hrossunum var hleypt út hefur verið viðhaft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir.
Matvælastofnun vill árétta að dýravelferðarmál eru tekin alvarlega og sett hratt og örugglega í farveg innan stofnunarinnar. Ábending um hestana sem um ræðir kom inn á borð stofnunarinnar seint í sumar þar sem skyldum umráðarmanna um útivist þeirra hafði ekki verið sinnt. Við eftirlit Matvælastofnunar var skráð alvarlegt frávik við holdafar hluta hrossanna. Aðgerðir Matvælastofnunar miðuðust við að hestunum yrði hleypt út og þau fóðruð með beitinni. Frá því að hrossunum var hleypt út hefur verið viðhaft eftirlit með þeim. Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og verður kröfum um úrbætur fylgt eftir.
Dýr Hestar Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57
Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17
Varaþingmenn viðriðnir hrossamálið segja af sér Mæðgur sem bendlaðar hafa verið við meint dýraníð í Borgarfirði hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir Flokk fólksins. 13. september 2022 18:36
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent