Hreyfingin óstarfhæf – eða hvað? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 14. október 2022 11:30 Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf? Vissulega voru viðburðir þingsins ekki til þess fallnir að auka samstöðu, trúverðugleika eða traust. Ætla má að róðurinn geti orðið þungur fram á við og við þurfum að leggja okkur 100% fram í komandi kjarasamningum. Aftur á móti þá hafna ég þeirri fullyrðingu að hreyfingin sé óstarfhæf. Hreyfinguna mynda 127 þúsund félagsmenn í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum. Hvað hefur breyst? Hvernig erum við óstarfhæf? Það hefur lítið breyst í okkar starfi eftir þing alþýðusambandsins, við förum áfram í vinnustaðaeftirlit, aðstoðum félagsmenn, afgreiðum styrki og umsóknir og höldum áfram að starfa í þágu félagsmanna. Það hefur ekki og mun ekki breytast. Félagsmenn verða alltaf í fyrsta sæti. Það verður verkefni okkar á komandi mánuðum að koma öflug inn í kjaraviðræður en samhliða því er nauðsynlegt að við náum að leiða saman ólík sjónarmið, grafa stríðsöxina, sammælast og ná sáttum um okkar sterkasta baráttuafl, stærstu launþegahreyfingu landsins, Alþýðusamband Íslands. Hreyfingin eru fólkið og félögin sem mynda hana. Félögin munu halda starfi sínu áfram, munu vaxa og dafna og halda baráttu launafólks á lofti. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og fræðslu- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Vinnumarkaður Stéttarfélög Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf? Vissulega voru viðburðir þingsins ekki til þess fallnir að auka samstöðu, trúverðugleika eða traust. Ætla má að róðurinn geti orðið þungur fram á við og við þurfum að leggja okkur 100% fram í komandi kjarasamningum. Aftur á móti þá hafna ég þeirri fullyrðingu að hreyfingin sé óstarfhæf. Hreyfinguna mynda 127 þúsund félagsmenn í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum. Hvað hefur breyst? Hvernig erum við óstarfhæf? Það hefur lítið breyst í okkar starfi eftir þing alþýðusambandsins, við förum áfram í vinnustaðaeftirlit, aðstoðum félagsmenn, afgreiðum styrki og umsóknir og höldum áfram að starfa í þágu félagsmanna. Það hefur ekki og mun ekki breytast. Félagsmenn verða alltaf í fyrsta sæti. Það verður verkefni okkar á komandi mánuðum að koma öflug inn í kjaraviðræður en samhliða því er nauðsynlegt að við náum að leiða saman ólík sjónarmið, grafa stríðsöxina, sammælast og ná sáttum um okkar sterkasta baráttuafl, stærstu launþegahreyfingu landsins, Alþýðusamband Íslands. Hreyfingin eru fólkið og félögin sem mynda hana. Félögin munu halda starfi sínu áfram, munu vaxa og dafna og halda baráttu launafólks á lofti. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og fræðslu- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar