Innlent

Ís­hellan sigið um fimm­tán metra

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skeiðará og Gígjukvísl.
Skeiðará og Gígjukvísl. Jón Grétar Sigurðsson

Íshellan í Grímvötnum hefur sigið um fimmtán metra síðan hlaup hófst fyrr í vikunni. Rennsli hefur enn ekki náð hámarki við brúna á þjóðvegi 1. Enn sjást engin merki um gosóróa í eldstöðinni.

Fyrst um sinn var talið að rennslið næði hámarki á miðvikudag en síðar var því breytt í aðfaranótt föstudags. Í dag, um hádegisbilið, hefur rennslið enn ekki náð hámarki. Hámarkið er talið verða í kringum 500 rúmmetrar á sekúndu.

Vefmyndavélar Veðurstofunnar sýna að áin hefur breitt meira úr sér í frá því í gær og metur Veðurstofan að áin sé enn undir því sem telst til venjulegs sumarrennslis.

Gigjukvisl_10okt_14.okt

Íshellan hefur sigið um fimmtán metra á þeim stað sem mælitæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands eru staðsett og hefur líklegast náð botni Grímsvatna á þeim stað. Sigið gæti haldið áfram á öðrum hluta íshellunar, nær Grímsfjalli, þar sem dýpi er meira.

Jarðskjálfti um 2 að stærð mældist í nótt norðaustur af Grímsvötnum en á vef Veðurstofunnar segir að engin merki sjáist um aukna skjálftavirkni eða gosóróa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×