Tryggjum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Steinunn Bergmann skrifar 14. október 2022 14:30 Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun