„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. október 2022 19:45 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. „Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “ Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
„Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “
Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00