Staða VR innan ASÍ óbreytt í bili Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2022 06:44 Ragnar Þór hefur boðið sig fram til forseta ASÍ. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðu félagsins innan ASÍ óbreytta og ekki tímabært að gera breytingar þar á í bili þar sem þingi ASÍ hafi verið frestað. Hins vegar verði málefni ASÍ rædd á vettvangi VR eftir að kjarasamningar hafa verið undirritaðir. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í orðsendingu Ragnars Þórs til trúnaðarráðs VR. Boðað hefur verið til stjórnarfundar hjá VR í dag og á morgun stendur til að funda með Samtökum atvinnulífsins. Morgunblaðið hefur eftir formanninum að öll áhersla sé nú lögð á kjarasamninga en þar sé ASÍ ekki ætlað neitt hlutverk. Hins vegar hafi engin bandalög verið mynduð á þessu stigi málsins, líkt og kom til tals eftir að formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins gengu út af þingi ASÍ á dögunum. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu er nokkur kurr innan VR vegna þróunar mála á þinginu og haft er eftir heimildarmönnum að sumum þyki fráleitt að leggja félagið að veði bara af því að Ragnar Þór hefði ákveðið að hætta við að sækjast eftir forsetaembættinu hjá ASÍ. Þá eigi VR og Efling tæpast samleið í kjarasamningsviðræðum þar sem hagsmunir félagsmanna séu of ólíkir. Morgunblaðið segir einnig að daginn eftir að Ragnar Þór gekk út af þinginu hafi átta stjórnarmenn og nær 50 fulltrúar VR mætt á þingið, áður en því var svo frestað. Þá sé hljóðið í trúnaðaráði VR þungt og mörgum þótt Ragnar Þór ganga lengra en hann hafði umboð til. Trúnaðarráðið mun funda í næstu viku. ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í orðsendingu Ragnars Þórs til trúnaðarráðs VR. Boðað hefur verið til stjórnarfundar hjá VR í dag og á morgun stendur til að funda með Samtökum atvinnulífsins. Morgunblaðið hefur eftir formanninum að öll áhersla sé nú lögð á kjarasamninga en þar sé ASÍ ekki ætlað neitt hlutverk. Hins vegar hafi engin bandalög verið mynduð á þessu stigi málsins, líkt og kom til tals eftir að formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins gengu út af þingi ASÍ á dögunum. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu er nokkur kurr innan VR vegna þróunar mála á þinginu og haft er eftir heimildarmönnum að sumum þyki fráleitt að leggja félagið að veði bara af því að Ragnar Þór hefði ákveðið að hætta við að sækjast eftir forsetaembættinu hjá ASÍ. Þá eigi VR og Efling tæpast samleið í kjarasamningsviðræðum þar sem hagsmunir félagsmanna séu of ólíkir. Morgunblaðið segir einnig að daginn eftir að Ragnar Þór gekk út af þinginu hafi átta stjórnarmenn og nær 50 fulltrúar VR mætt á þingið, áður en því var svo frestað. Þá sé hljóðið í trúnaðaráði VR þungt og mörgum þótt Ragnar Þór ganga lengra en hann hafði umboð til. Trúnaðarráðið mun funda í næstu viku.
ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira