Þjónusta án skilyrða við ungt fólk, hversu mikils virði er það? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 17. október 2022 15:31 Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun