Hvað er dauðakvíði? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 17. október 2022 16:31 Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun