Hinn 34 ára gamli Benzema var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð en framherjinn frá Frakklandi virðist eldast eins og gott rauðvín. Hann skoraði 27 mörk og gaf 12 stoðsendingar í 32 leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni.
Í Meistaradeild Evrópu skoraði hann 15 mörk í 12 leikjum ásamt því að gefa tvær stoðsendingar þegar Real fór alla leið og varð Evrópumeistari í 14. sinn. Zinedine Zidane, samlandi Benzema, veitti honum verðlaunin eins og sjá má hér að neðan.
Here is the image you've all been waiting for! Karim Benzema! #ballondor with @adidasFR pic.twitter.com/TJze0Km1s6
— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022
Sadio Mané, leikmaður Liverpool á síðustu leiktíð og Bayern München nú, var í öðru sæti á meðan Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, var í þriðja sæti. Þar á eftir komu Robert Lewandowski [Bayern München og Barcelona] og Mohamed Salah [Liverpool].
Fyrr í kvöld var tilkynnt að Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona og Spánar, hefði hlotið Gullboltann í kvennaflokki. Var hún að verja titil sinn ef svo má að orði komast þar sem hún vann einnig í fyrra.