Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldugreiðslu til verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2022 12:49 Mikill meirihluti launafólks er skráður í stéttarfélag á Íslandi, mun fleiri en víðast hvar annars staðar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir það þvert á móti styrkja stöðu launafólks og verkalýðsfélaganna. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Þá yrði vinnuveitenda óheimilt að synja fólki um starf eða segja launafólki upp á grundvelli félagsaðildar eða þess að fólk standi utan verklýðsfélags eða félaga. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins grafa undan verkalýðsfélögunum.Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir í Facebook færslu að þar með vilji Sjálfstæðisflokkurinn banna forgangsréttarákvæði kjarasamninga, taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvellinum undan stéttarfélögum á Íslandi. Raska þar með fyrirkomulagi sem ríkt hefði breið sátt um í áratugi og skapa glundroða á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta grundvallarmisskilning. Verið væri að tryggja að réttindi launafólks væru sambærileg og í þeim löndum sem Íslendingar bæru sig gjarnan saman við og að ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi væri virt. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að virða rétt fólks til að vera utan stéttarfélaga án þess að það komi niður á möguleikum þess til að vera ráðið í vinnu.Vísir/Vilhelm „Þetta gerir auðvitað auknar kröfur til atvinnurekenda alveg eins og þetta gerir auknar kröfur til forystu verkalýðshreyfingarinnar að sinna hagsmunamálum launafólks,“ segir Óli Björn. Það væri ekki eðlilegt að þeir sem kysu að vera utan verkalýðsfélaga stæðu ekki jafnfætis þeim sem væru í verkalýðsfélögum við atvinnuleit. Ekki væri verið að afnema ákvæði um lágmarkslaun sem samið væri um á vinnumarkaði. Ef einstaklingur kýs að vera utan félags hvers vegna ætti hann þá að njóta þeirra réttinda sem verkalýðsfélögin hafa samið um önnur en lágmarkslaun? „Af því að það er samkvæmt lögum.“ Hvaða lögum? „Við erum ekki að breyta lögum er varðar vinnumarkaðslögin gagnvart þessu ákvæði,“ segir Óli Björn. Félagsaðild er töluvert algengari á Íslandi en víðast hvar annars staðar. Minnst er félagsaðild í Bandaríkjunum. Þar hófu stjórnvöld að ganga á milli bols og höfuðs á verkalýðshreyfingunni í forsetatíð Ronalds Reagnas upp úr 1980. Er það draumaástand? „Nei, nei. Bandaríkin geta verið fyrirmynd á ýmsum sviðum. En Bandaríkin eru ekki fyrirmynd þegar kemur að vinnuumarkaði og Bandaríkin eru ekki fyrirmynd þegar kemur að skipulagi heilbrigðisþjónustu,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Og ég er sjálfur sannfærður um það að verkalýðshreyfingin, verkalýðsfélögin, munu eflast. Vegna þess að þau munu kappkosta að sinna hagsmunum sinna félagsmanna og laða til sín fólk,“ segir Óli Björn Kárason. Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. 13. október 2022 13:10 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að frátöldum ráðherrum og forseta Alþingis hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði. Þar er meðal annars tekið fram að óheimilt yrði að draga félagsgjald af launafólki eða skrá það í stéttarfélag án ótvíræðs samþykkis þess og óheimilt yrði að skylda fólk til að ganga í tiltekið stéttarfélag. Þá yrði vinnuveitenda óheimilt að synja fólki um starf eða segja launafólki upp á grundvelli félagsaðildar eða þess að fólk standi utan verklýðsfélags eða félaga. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins grafa undan verkalýðsfélögunum.Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir í Facebook færslu að þar með vilji Sjálfstæðisflokkurinn banna forgangsréttarákvæði kjarasamninga, taka allt bit úr verkfallsvopninu og kippa rekstrargrundvellinum undan stéttarfélögum á Íslandi. Raska þar með fyrirkomulagi sem ríkt hefði breið sátt um í áratugi og skapa glundroða á vinnumarkaði. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta grundvallarmisskilning. Verið væri að tryggja að réttindi launafólks væru sambærileg og í þeim löndum sem Íslendingar bæru sig gjarnan saman við og að ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi væri virt. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að virða rétt fólks til að vera utan stéttarfélaga án þess að það komi niður á möguleikum þess til að vera ráðið í vinnu.Vísir/Vilhelm „Þetta gerir auðvitað auknar kröfur til atvinnurekenda alveg eins og þetta gerir auknar kröfur til forystu verkalýðshreyfingarinnar að sinna hagsmunamálum launafólks,“ segir Óli Björn. Það væri ekki eðlilegt að þeir sem kysu að vera utan verkalýðsfélaga stæðu ekki jafnfætis þeim sem væru í verkalýðsfélögum við atvinnuleit. Ekki væri verið að afnema ákvæði um lágmarkslaun sem samið væri um á vinnumarkaði. Ef einstaklingur kýs að vera utan félags hvers vegna ætti hann þá að njóta þeirra réttinda sem verkalýðsfélögin hafa samið um önnur en lágmarkslaun? „Af því að það er samkvæmt lögum.“ Hvaða lögum? „Við erum ekki að breyta lögum er varðar vinnumarkaðslögin gagnvart þessu ákvæði,“ segir Óli Björn. Félagsaðild er töluvert algengari á Íslandi en víðast hvar annars staðar. Minnst er félagsaðild í Bandaríkjunum. Þar hófu stjórnvöld að ganga á milli bols og höfuðs á verkalýðshreyfingunni í forsetatíð Ronalds Reagnas upp úr 1980. Er það draumaástand? „Nei, nei. Bandaríkin geta verið fyrirmynd á ýmsum sviðum. En Bandaríkin eru ekki fyrirmynd þegar kemur að vinnuumarkaði og Bandaríkin eru ekki fyrirmynd þegar kemur að skipulagi heilbrigðisþjónustu,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Og ég er sjálfur sannfærður um það að verkalýðshreyfingin, verkalýðsfélögin, munu eflast. Vegna þess að þau munu kappkosta að sinna hagsmunum sinna félagsmanna og laða til sín fólk,“ segir Óli Björn Kárason.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. 13. október 2022 13:10 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. 13. október 2022 13:10
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05
Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. 18. september 2022 12:22