„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 18:47 Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. Maðurinn sem var handtekinn var nýverið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og þá að mestu á þeim grundvelli að hann er á reynslulausn og er grunaður um fjölda alvarlegra brota á undanförnum mánuðum. Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra gegn manninum. Hann var þann 10. október síðastliðinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 7. nóvember. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem birtur var með úrskurði Landsréttar, kemur fram að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi segir hinn látna hafa veist að sér með hnífi og sært sig í andliti og læri. Við átök þeirra fékk hinn látni einnig stungusár og meðal annars tvö sár á vinstri síðu, sem talin eru hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að á þessu stigi málsins verði engu slegið föstu um það hvort hinn látni hafi hlotið stungusárin af slysni í átökunum eða hvort refsileysisástæður kunni að eiga við. Frekari tæknilegar rannsóknir þurfi að fara fram til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Hins vegar er maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna endurtekinna og alvarlega brota. Grunaður um alvarleg brot Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var sleppt úr fangelsi á reynslulausn þann 15. mars síðastliðinn. Síðan þá er hann sagður hafa komið sex sinnum við sögu lögreglu út af nokkurskonar meintum brotum. Þar á meðal er innflutningur fíkniefna, eignaspjöll, þjófnaður, húsbrot, rán, frelsissvipting og líkamsárás. Sjá einnig: Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Verjandi mannsins hefur gefið þær skýringar að hann hafi verið að verjast árás hins látna og að hnífurinn hljóti að hafa hafnað í honum í átökunum. Mögulega þegar maðurinn hrinti hinum látna eða reyndi að bera höndina fyrir sig þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Verjandinn segir einnig að áverkar á hinum látna komi ekki heim og saman við það að maðurinn hafi haldið á hnífnum. Hann sé örvhentur og myndi því ekki stinga þann látna í vinstri síðuna. „Áverkarnir samræmist hins vegar því að hann hafi ýtt hendi hins látna frá sér með vinstri hendi, sér til varnar, eftir að hafa hlotið stungu í lærið og þá hafi hægri hönd hins látna snúist með hnífinn í átt að vinstri síðu hins látna og hann hlotið stungu við það,“ er haft eftir verjandanum í úrskurðinum. Skýringar sagðar ófullnægjandi Í málsatvika hluta úrskurðarins segir það ekki fullnægjandi skýringar á því hvernig hinn látni hafi særst svo alvarlega eins og hann gerði. Kona sem var í íbúðinni styður þann framburð að hinn látni hafi byrjað átökin en í úrskurðinum segir að rannsóknargögn bendi til þess að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi hafi á einhverjum tímapunkti náð yfirhöndum í átökunum og stjórn á hnífnum. Í kjölfarið hafi hann stungið hinn látna tvisvar svo hann lést. „Saga X [mannsins] um að hann hafi náð hnífnum af A [hinum látna] með því að ná hendi hans undir hægri hendi sína og þá hafi A fallið niður. Þetta að mínu mati stenst ekki nánari skoðun,“ segir í gæsluvarðhaldskröfunni, samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Maðurinn sem var handtekinn var nýverið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og þá að mestu á þeim grundvelli að hann er á reynslulausn og er grunaður um fjölda alvarlegra brota á undanförnum mánuðum. Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra gegn manninum. Hann var þann 10. október síðastliðinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 7. nóvember. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem birtur var með úrskurði Landsréttar, kemur fram að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi segir hinn látna hafa veist að sér með hnífi og sært sig í andliti og læri. Við átök þeirra fékk hinn látni einnig stungusár og meðal annars tvö sár á vinstri síðu, sem talin eru hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að á þessu stigi málsins verði engu slegið föstu um það hvort hinn látni hafi hlotið stungusárin af slysni í átökunum eða hvort refsileysisástæður kunni að eiga við. Frekari tæknilegar rannsóknir þurfi að fara fram til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Hins vegar er maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna endurtekinna og alvarlega brota. Grunaður um alvarleg brot Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var sleppt úr fangelsi á reynslulausn þann 15. mars síðastliðinn. Síðan þá er hann sagður hafa komið sex sinnum við sögu lögreglu út af nokkurskonar meintum brotum. Þar á meðal er innflutningur fíkniefna, eignaspjöll, þjófnaður, húsbrot, rán, frelsissvipting og líkamsárás. Sjá einnig: Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Verjandi mannsins hefur gefið þær skýringar að hann hafi verið að verjast árás hins látna og að hnífurinn hljóti að hafa hafnað í honum í átökunum. Mögulega þegar maðurinn hrinti hinum látna eða reyndi að bera höndina fyrir sig þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Verjandinn segir einnig að áverkar á hinum látna komi ekki heim og saman við það að maðurinn hafi haldið á hnífnum. Hann sé örvhentur og myndi því ekki stinga þann látna í vinstri síðuna. „Áverkarnir samræmist hins vegar því að hann hafi ýtt hendi hins látna frá sér með vinstri hendi, sér til varnar, eftir að hafa hlotið stungu í lærið og þá hafi hægri hönd hins látna snúist með hnífinn í átt að vinstri síðu hins látna og hann hlotið stungu við það,“ er haft eftir verjandanum í úrskurðinum. Skýringar sagðar ófullnægjandi Í málsatvika hluta úrskurðarins segir það ekki fullnægjandi skýringar á því hvernig hinn látni hafi særst svo alvarlega eins og hann gerði. Kona sem var í íbúðinni styður þann framburð að hinn látni hafi byrjað átökin en í úrskurðinum segir að rannsóknargögn bendi til þess að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi hafi á einhverjum tímapunkti náð yfirhöndum í átökunum og stjórn á hnífnum. Í kjölfarið hafi hann stungið hinn látna tvisvar svo hann lést. „Saga X [mannsins] um að hann hafi náð hnífnum af A [hinum látna] með því að ná hendi hans undir hægri hendi sína og þá hafi A fallið niður. Þetta að mínu mati stenst ekki nánari skoðun,“ segir í gæsluvarðhaldskröfunni, samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03
Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18