„Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 14:09 Haraldur Benediktsson ræddi hugmynd sína um samfélagsvegi á Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hraða vegaframkvæmdum með álagningu veggjalda. Hann segir hugmynd sína um samfélagsvegi hvorki frumlega né óumdeilanlega en telur að hún muni bæta lífsgæði íbúa úti á landi. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira