Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 69-80 | Valur vann Njarðvík í hörkuleik í Ljónagryfjunni Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2022 22:03 Valskonur gerðu góða ferð til Njarðvíkur í kvöld. Vísir/Vilhelm Valur fór með sigur af hólmi þegar liðið sótti Njarðvík heim í sjöundu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur eftir jafnan og spennandi leik urðu 69-80 Val í vil. Liðin voru jöfn að stigum með átta stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn og jafnræði var með liðunum í þessari rimmu. Valur var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Valskonur urðu fyrir blóðtöku þegar Elín Sóley Hrafnkelsdóttir þurfti að fara af velli vegna meiðsla í upphafi leiks. Guðbjörg Sverrisdóttir var svo á skýrslu í þessum leik en lék ekkert vegna meiðsla sem hún er að glíma við. Eydís Eva Þórisdóttir var síðan fjarri góðu gamni vegna veikinda. Liðin skiptust á að hafa forystuna framan af þriðja leikhluta en þá hrukku Valskonur í gírinn og náðu sjö stiga forskoti með layupi frá Ástu Júlíu Grímsdóttur sem átti góðan leik á báðum endum vallarins. Ásta Júlía skoraði 18 stig í leiknum og tók 12 fráköst. Sex stigum munaði á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Aliyah Ataeya Collier skoraði fjögur fyrstu stig lokaleikhlutans og munurinn kominn niður í tvö stig. Raquel De Lima Viegas Laneiro kom Njarðvík síðan yfir með þriggja stiga körfu. Eins og áður í leiknum náði Valur hins vegar vopnum sínum að nýju og komust sjö stigum yfir, 59-66, um miðbik leikhlutans. Njarðvík náði ekki öðru áhlaupi og Valur sigldi 11 stiga sigri heim. Valur hefur þar af leiðandi 10 stig eftir sjö leiki og situr í þriðja sæti deildarinnar en Njarðvík er sæti neðar með átta stig. Aliyah Ataeya Collier dró vagninn nánast ein í sóknarleik Njarðvíkur framan af leik en þegar líða tók á fóru fleiri leikmenn að leggja í púkkinn. Kiana Johnson var svo öflugust í liði Vals. Collier var stigahæst á vellinum með 36 stig en Kiana Johnson skoraði mest fyrir Val, 30 stig, en Ásta Júlía kom næst með 18 stig og Simone Gabriel Costa þar á eftir með 13 stig. Aliyah Ataeya Collier skoraði 36 stig í leiknum. Vísir/Bára Kiana Johnson skoraði mest fyrir Val. Vísir/Bára Ólafur Jónas: Náðum loksins heilsteyptum leik „Mér fannst við góðar allar 40 mínúturnar í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili. Við vorum öflugar bæði í vörn og sókn og náðum að tengja saman góðan varnarleik hinu megin á vellinum í sóknarleiknum," sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, kampakátur að leik loknum. „Við vorum án Eydísar Evu Þórisdóttur í þessum leik og Guðbjörg Sverrisdóttir spilaði ekkert þrátt fyrir að vera á skýrslu. Við misstum svo Elínu Sóleyju Hrafnkelsdóttur í upphafi leiks en hún varð fyrir meiðslum á hné. Það lögðu allar í púkkinn og settu mikla orku í þennan leik. Þannig viljum við hafa það," sagði Ólafur Jónas enn fremur. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi: Vantar meira boltaflæði í sóknarleikinn „Mér fannst við aldrei ná neinum takti í okkar leik. Við náðum reyndar að komast yfir nokkrum sinnum í leiknum og meðal annars í fjórða leikhluta. Tilfinningin var samt að Valur væri með yfirhöndina allan leikinn," sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njaðrvíkur. „Collier stóð sig vel í leiknum og skorar sín 36 stig en við verðum að fá meiri flot á boltann í sóknarleiknum og koma okkar góðu skotmönnum inn í leikinn. Við lögðum hart að því að búa til gott lið og skapa góða liðsheild. Nú vantar aðeins upp á það og við verðum að færa það sem við erum að gera á æfingum inn í leikina," sagði þjálfarinn þar að auki. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Af hverju vann Valur? Það voru fleiri leikmenn Vals sem lögðu þyngri lóð á vogarskálina en hjá Njarðvík. Valur hafði í raun frumkvæðið frá því að skammt var liðið af leiknum til enda. Í hvert skipti sem Njarðvík tók áhlaup hertu Valskonur klóna og innbyrtu að lokum sigur. Hverjar sköruðu fram úr? Aliyah Ataeya Collier var allt í öllu hjá Njarðvík en Kiana Johnson, Ásta Júlía og Simone Gabriel Costa stóðu upp úr í annars jöfnu liði Vals. Hvað gekk illa? Njarðvíkurliðinu gekk illa að koma fleirum en Collier inn í sóknarleikinn hjá sér og láta boltann ganga á milli kanta hjá sér. Njarðvík náði nokkrum góðum köflum en kaflarnir voru ekki nógu margir og langir. Hvað gerist næst? Njarðvík etur kappi við topplið deildarinnar, Keflavík, í nágrannaslag eftir slétta viku. Valur sækir hins vegar Breiðablik heim í Smárann í Kópavog sama kvöld. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Körfubolti
Valur fór með sigur af hólmi þegar liðið sótti Njarðvík heim í sjöundu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur eftir jafnan og spennandi leik urðu 69-80 Val í vil. Liðin voru jöfn að stigum með átta stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn og jafnræði var með liðunum í þessari rimmu. Valur var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Valskonur urðu fyrir blóðtöku þegar Elín Sóley Hrafnkelsdóttir þurfti að fara af velli vegna meiðsla í upphafi leiks. Guðbjörg Sverrisdóttir var svo á skýrslu í þessum leik en lék ekkert vegna meiðsla sem hún er að glíma við. Eydís Eva Þórisdóttir var síðan fjarri góðu gamni vegna veikinda. Liðin skiptust á að hafa forystuna framan af þriðja leikhluta en þá hrukku Valskonur í gírinn og náðu sjö stiga forskoti með layupi frá Ástu Júlíu Grímsdóttur sem átti góðan leik á báðum endum vallarins. Ásta Júlía skoraði 18 stig í leiknum og tók 12 fráköst. Sex stigum munaði á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Aliyah Ataeya Collier skoraði fjögur fyrstu stig lokaleikhlutans og munurinn kominn niður í tvö stig. Raquel De Lima Viegas Laneiro kom Njarðvík síðan yfir með þriggja stiga körfu. Eins og áður í leiknum náði Valur hins vegar vopnum sínum að nýju og komust sjö stigum yfir, 59-66, um miðbik leikhlutans. Njarðvík náði ekki öðru áhlaupi og Valur sigldi 11 stiga sigri heim. Valur hefur þar af leiðandi 10 stig eftir sjö leiki og situr í þriðja sæti deildarinnar en Njarðvík er sæti neðar með átta stig. Aliyah Ataeya Collier dró vagninn nánast ein í sóknarleik Njarðvíkur framan af leik en þegar líða tók á fóru fleiri leikmenn að leggja í púkkinn. Kiana Johnson var svo öflugust í liði Vals. Collier var stigahæst á vellinum með 36 stig en Kiana Johnson skoraði mest fyrir Val, 30 stig, en Ásta Júlía kom næst með 18 stig og Simone Gabriel Costa þar á eftir með 13 stig. Aliyah Ataeya Collier skoraði 36 stig í leiknum. Vísir/Bára Kiana Johnson skoraði mest fyrir Val. Vísir/Bára Ólafur Jónas: Náðum loksins heilsteyptum leik „Mér fannst við góðar allar 40 mínúturnar í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili. Við vorum öflugar bæði í vörn og sókn og náðum að tengja saman góðan varnarleik hinu megin á vellinum í sóknarleiknum," sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, kampakátur að leik loknum. „Við vorum án Eydísar Evu Þórisdóttur í þessum leik og Guðbjörg Sverrisdóttir spilaði ekkert þrátt fyrir að vera á skýrslu. Við misstum svo Elínu Sóleyju Hrafnkelsdóttur í upphafi leiks en hún varð fyrir meiðslum á hné. Það lögðu allar í púkkinn og settu mikla orku í þennan leik. Þannig viljum við hafa það," sagði Ólafur Jónas enn fremur. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi: Vantar meira boltaflæði í sóknarleikinn „Mér fannst við aldrei ná neinum takti í okkar leik. Við náðum reyndar að komast yfir nokkrum sinnum í leiknum og meðal annars í fjórða leikhluta. Tilfinningin var samt að Valur væri með yfirhöndina allan leikinn," sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njaðrvíkur. „Collier stóð sig vel í leiknum og skorar sín 36 stig en við verðum að fá meiri flot á boltann í sóknarleiknum og koma okkar góðu skotmönnum inn í leikinn. Við lögðum hart að því að búa til gott lið og skapa góða liðsheild. Nú vantar aðeins upp á það og við verðum að færa það sem við erum að gera á æfingum inn í leikina," sagði þjálfarinn þar að auki. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Af hverju vann Valur? Það voru fleiri leikmenn Vals sem lögðu þyngri lóð á vogarskálina en hjá Njarðvík. Valur hafði í raun frumkvæðið frá því að skammt var liðið af leiknum til enda. Í hvert skipti sem Njarðvík tók áhlaup hertu Valskonur klóna og innbyrtu að lokum sigur. Hverjar sköruðu fram úr? Aliyah Ataeya Collier var allt í öllu hjá Njarðvík en Kiana Johnson, Ásta Júlía og Simone Gabriel Costa stóðu upp úr í annars jöfnu liði Vals. Hvað gekk illa? Njarðvíkurliðinu gekk illa að koma fleirum en Collier inn í sóknarleikinn hjá sér og láta boltann ganga á milli kanta hjá sér. Njarðvík náði nokkrum góðum köflum en kaflarnir voru ekki nógu margir og langir. Hvað gerist næst? Njarðvík etur kappi við topplið deildarinnar, Keflavík, í nágrannaslag eftir slétta viku. Valur sækir hins vegar Breiðablik heim í Smárann í Kópavog sama kvöld.