Stefnt að því að skemmtiferðaskip tilkynni leiðina að næstu höfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2022 10:33 Skemmtiferðaskip við höfnina á Seyðisfyrði. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, stefnir að því að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér ákvæði um að skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna um áætlaða leið að næstu höfn hér á landi. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, samflokkskonu Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum, um skemmtiferðaskip. Þar spurði Halla Signý hvort að ráðherra hyggist taka til skoðunar lagasetningu um móttöku skemmtiferðaskipa hér á landi. Þá vildi Halla Signý einnig vita hvort að ráðherra hyggist leggja til bann við landtöku skemmtiferðaskipa utan hafna á Íslandi, og ef ekki, hver væru rökin fyrir því? Akureyri er vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa.Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa kemur hingað til lands á ári hverju. Sum hver sigla hringinn í kringum um landið. Þá eru dæmi um að farþegum skemmtiferðaskipa hafi verið hleypt frá borði utan hafna, eins og gerðist árið 2017 í friðlandinu á Hornströndum. Fréttamanni Stöðvar 2 var vísað frá borði skemmtiferðaskipsins Le Boreal árið 2017 eftir að hann krafði skipstjóra skipsins um svör við því af hverju hann hleypti farþegum á land í friðlandinu á Hornströndum. Horfa má á umrædda frétt í spilaranum hér fyrir neðan. Benti á ráðuneyti Guðlaugs Þórs Í svari Sigurðar Inga við öðrum lið fyrirspurnar Höllu Signýjar segir að landtaka skipa utan hafnarsvæða falli ekki undir innviðaráðuneytið. Bendir hann henni á að senda fyrirspurn á umhverfis- orku og innviðaráðuneytið um málið, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson ræður ríkjum. Hvað varðar fyrri liðin segir Sigurður Ingi að skip sem séu stærri en 300 brúttótonn að stærð, fyrir utan varðskip og fiskiskip styttri en 45 metrar, þurfi að tilkynna komu sína til vaktstöðvar siglinga, með tilteknum fyrirvara. Fyrirspyrjandinn Halla Signý Kristjánsdóttir ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra. Þau eru samflokksmenn í Framsóknarflokknum. Þó segir hann að Landhelgisgæslan hafi bent á að farþegaskip sem sigla milli hafna hér á landi fari ekki ávallt beina leið að næstu höfn. Þau sigli um firði í útsýnisferðum og hafi jafnvel viðkomu og hleypi farþegum í land án þess að leggja að höfn. Slíkar siglingar og viðkomur séu ekki tilkynningarskyldar. Því viti vaktstöðin ekki alltaf um siglingaleiðir þessara skipa sem geti valdið hættu. Eðlilegt sé að þessi skip veiti vaktstöðinni upplýsingar um þá leið sem þau hyggjast fara. Boðar frumvarp Segir Sigurður Ingi að lagafrumvarp frá árinu 2003, sem ekki varð að lögum, hafi geymt ákvæði um að farþegaskip, 300 brúttótonn að stærð og stærri, sem sigla milli hafna hér á landi, skuli tilkynna vaktstöðinni um áætlaða leið að næstu höfn með tilteknum fyrirvara. „Frumvarp þetta varð ekki að lögum en ráðherra hyggst mæla fyrir nýju frumvarpi á vorþingi sem hafi að geyma slíkt ákvæði.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir „Skip koma bara og setja fólk í land“ Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að skoða verði málið með lögreglu- og tollayfirvöldum 30. júlí 2017 18:45 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. 6. september 2022 06:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, samflokkskonu Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum, um skemmtiferðaskip. Þar spurði Halla Signý hvort að ráðherra hyggist taka til skoðunar lagasetningu um móttöku skemmtiferðaskipa hér á landi. Þá vildi Halla Signý einnig vita hvort að ráðherra hyggist leggja til bann við landtöku skemmtiferðaskipa utan hafna á Íslandi, og ef ekki, hver væru rökin fyrir því? Akureyri er vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa.Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa kemur hingað til lands á ári hverju. Sum hver sigla hringinn í kringum um landið. Þá eru dæmi um að farþegum skemmtiferðaskipa hafi verið hleypt frá borði utan hafna, eins og gerðist árið 2017 í friðlandinu á Hornströndum. Fréttamanni Stöðvar 2 var vísað frá borði skemmtiferðaskipsins Le Boreal árið 2017 eftir að hann krafði skipstjóra skipsins um svör við því af hverju hann hleypti farþegum á land í friðlandinu á Hornströndum. Horfa má á umrædda frétt í spilaranum hér fyrir neðan. Benti á ráðuneyti Guðlaugs Þórs Í svari Sigurðar Inga við öðrum lið fyrirspurnar Höllu Signýjar segir að landtaka skipa utan hafnarsvæða falli ekki undir innviðaráðuneytið. Bendir hann henni á að senda fyrirspurn á umhverfis- orku og innviðaráðuneytið um málið, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson ræður ríkjum. Hvað varðar fyrri liðin segir Sigurður Ingi að skip sem séu stærri en 300 brúttótonn að stærð, fyrir utan varðskip og fiskiskip styttri en 45 metrar, þurfi að tilkynna komu sína til vaktstöðvar siglinga, með tilteknum fyrirvara. Fyrirspyrjandinn Halla Signý Kristjánsdóttir ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra. Þau eru samflokksmenn í Framsóknarflokknum. Þó segir hann að Landhelgisgæslan hafi bent á að farþegaskip sem sigla milli hafna hér á landi fari ekki ávallt beina leið að næstu höfn. Þau sigli um firði í útsýnisferðum og hafi jafnvel viðkomu og hleypi farþegum í land án þess að leggja að höfn. Slíkar siglingar og viðkomur séu ekki tilkynningarskyldar. Því viti vaktstöðin ekki alltaf um siglingaleiðir þessara skipa sem geti valdið hættu. Eðlilegt sé að þessi skip veiti vaktstöðinni upplýsingar um þá leið sem þau hyggjast fara. Boðar frumvarp Segir Sigurður Ingi að lagafrumvarp frá árinu 2003, sem ekki varð að lögum, hafi geymt ákvæði um að farþegaskip, 300 brúttótonn að stærð og stærri, sem sigla milli hafna hér á landi, skuli tilkynna vaktstöðinni um áætlaða leið að næstu höfn með tilteknum fyrirvara. „Frumvarp þetta varð ekki að lögum en ráðherra hyggst mæla fyrir nýju frumvarpi á vorþingi sem hafi að geyma slíkt ákvæði.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir „Skip koma bara og setja fólk í land“ Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að skoða verði málið með lögreglu- og tollayfirvöldum 30. júlí 2017 18:45 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. 6. september 2022 06:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Skip koma bara og setja fólk í land“ Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að skoða verði málið með lögreglu- og tollayfirvöldum 30. júlí 2017 18:45
Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57
Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17
Búist er við mikilli aukningu í komu skemmtiferðaskipa til Íslands Það gæti jafnvel verið um metár að ræða í komu skemmtiferðaskipa til Íslands í ár og segir markaðsstjóri Faxaflóahafna þróunina vera jákvæða fyrir íslenskan efnahag. Hann segir komu slíkra skipa jafnframt eiga eftir að aukast næsta sumar. 6. september 2022 06:01