Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2022 20:08 Boris Spassky hefur óskað eftir því að fá í hvíla í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi eftir sinn dag með Fischer. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina: Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina:
Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira