Tímamót í tölfræði fyrir verslun og þjónustu Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 09:01 Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt. Markmið Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið verður að veruleika í dag þegar rannsóknasetrið opnar nýjan notendavef, Sarpinn. Tilkoma Sarpsins eru mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu. Á Sarpinum má nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Mælaborð verslunarinnar lítur dagsins ljós með tilkomu Sarpsins. Þar má einnig finna kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna og vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022. Sarpurinn verður í stöðugri þróun og munu spennandi nýjungar reglulega líta þar dagsins ljós. Rannsóknasetrið á sér langa sögu en það var stofnað árið 2004. Að setrinu standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst. Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar sértekna með áskriftarsölu að gögnum og greiningum og með verkefna vinnu fyrir fyrirtæki, einstaklinga, hagsmunasamtök og opinbera aðila. RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi setursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings. RSV er óháður rannsóknaaðili sem leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi og gerir sér far um að fylgjast með nýjungum í verslun og þjónustu og vísbendingum um þróun þessara greina bæði hér heima og erlendis. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda við ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma. Með tilkomu Sarpsins geta stjórnendur nú tekið gagnadrifnar ákvarðanir á auðveldari hátt. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Verslun Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt. Markmið Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið verður að veruleika í dag þegar rannsóknasetrið opnar nýjan notendavef, Sarpinn. Tilkoma Sarpsins eru mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu. Á Sarpinum má nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Mælaborð verslunarinnar lítur dagsins ljós með tilkomu Sarpsins. Þar má einnig finna kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna og vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022. Sarpurinn verður í stöðugri þróun og munu spennandi nýjungar reglulega líta þar dagsins ljós. Rannsóknasetrið á sér langa sögu en það var stofnað árið 2004. Að setrinu standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst. Rannsóknasetrið starfar með ýmsum aðilum auk þeirra sem standa að setrinu og aflar sértekna með áskriftarsölu að gögnum og greiningum og með verkefna vinnu fyrir fyrirtæki, einstaklinga, hagsmunasamtök og opinbera aðila. RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi setursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til stjórnvalda, fyrirtækja og almennings. RSV er óháður rannsóknaaðili sem leggur áherslu á akademískt sjálfstæði í allri starfsemi og gerir sér far um að fylgjast með nýjungum í verslun og þjónustu og vísbendingum um þróun þessara greina bæði hér heima og erlendis. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda við ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma. Með tilkomu Sarpsins geta stjórnendur nú tekið gagnadrifnar ákvarðanir á auðveldari hátt. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar