„Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:33 Wilhelm og Ingibjörg eru tvö þeirra sem höfðuðu mál fyrir hönd Gráa hersins vegna skerðinga á réttindum Vísir/Egill Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu. Þrír félagar í Gráa hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara, höfðuðu málin þar sem þeir töldu að Tryggingarstofnun ríkisins hefði verið óheimilt að lækka ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna sem þeir fengu á sama tíma úr lífeyrissjóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af málinu fyrir um ári og nú í dag dæmdi Hæstiréttur að sá dómur skuli standa óraskaður. Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman eru tvö þeirra sem höfðuðu málin fyrir hönd Gráa hersins. Þau segja niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði vegna þess að við erum náttúrulega að berjast fyrir því að það sem við erum að leggja inn í lífeyrissjóðina að þetta komi okkur til viðbótar. Þetta eru nú ekki háar upphæðir sem er verið að skammta okkur frá Tryggingarstofnun og síðan er þetta að skerða það sem við erum búin að vera að ávaxta, í mínu tilfelli frá 1970. Þannig að við höldum þessari baráttu áfram. Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. Wilhelm tekur í sama streng. „Skerðingarnar geta verið allt upp í 72%. Ég er eins og Ingibjörg búinn að greiða í lífeyrissjóð síðan 1968 og eins og þetta var kynnt þá var þetta kynnt sem viðbót við hérna það sem Tryggingarstofnun átti að greiða. Þannig að þetta var aldrei byggt upp til þess að Tryggingarstofnun gæti notið góðs af og lækkað sínar greiðslur,“ segir Wilhelm Wessman. Þau íhuga nú að leita með málin til Mannréttindadóms Evrópu. „Það er ekkert ólíklegt að þetta verði tekið út fyrir landsteinana,“ segir Wilhelm. Eldri borgarar Dómsmál Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53 Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þrír félagar í Gráa hernum, sem er baráttuhópur eldri borgara, höfðuðu málin þar sem þeir töldu að Tryggingarstofnun ríkisins hefði verið óheimilt að lækka ellilífeyri þeirra og heimilisuppbót vegna greiðslna sem þeir fengu á sama tíma úr lífeyrissjóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af málinu fyrir um ári og nú í dag dæmdi Hæstiréttur að sá dómur skuli standa óraskaður. Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman eru tvö þeirra sem höfðuðu málin fyrir hönd Gráa hersins. Þau segja niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst vonbrigði vegna þess að við erum náttúrulega að berjast fyrir því að það sem við erum að leggja inn í lífeyrissjóðina að þetta komi okkur til viðbótar. Þetta eru nú ekki háar upphæðir sem er verið að skammta okkur frá Tryggingarstofnun og síðan er þetta að skerða það sem við erum búin að vera að ávaxta, í mínu tilfelli frá 1970. Þannig að við höldum þessari baráttu áfram. Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur,“ segir Ingibjörg. Wilhelm tekur í sama streng. „Skerðingarnar geta verið allt upp í 72%. Ég er eins og Ingibjörg búinn að greiða í lífeyrissjóð síðan 1968 og eins og þetta var kynnt þá var þetta kynnt sem viðbót við hérna það sem Tryggingarstofnun átti að greiða. Þannig að þetta var aldrei byggt upp til þess að Tryggingarstofnun gæti notið góðs af og lækkað sínar greiðslur,“ segir Wilhelm Wessman. Þau íhuga nú að leita með málin til Mannréttindadóms Evrópu. „Það er ekkert ólíklegt að þetta verði tekið út fyrir landsteinana,“ segir Wilhelm.
Eldri borgarar Dómsmál Tengdar fréttir Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36 Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24 Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53 Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Grái herinn tapaði í Hæstarétti Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag. 2. nóvember 2022 14:36
Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 22. desember 2021 13:24
Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. 2. apríl 2019 14:53
Magnaður fundur Gráa hersins Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. 29. september 2016 12:48