Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2022 19:31 Víða í gamla Vesturbænum og í Þingholtunum hafa íbúar átt í miklum vandræðum með að finna bílasæði. Um áramótin verður gjaldskylda tekin upp víðar í þessum hverfum til að létta á ásókninni. Grafík/Hjalti Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana. Fjölgun ferðamanna á undanförnum rúmum áratug hefur kallað á fjölgun hótela, veitingastaða, leiguíbúða og annarra þjónustustarfsemi með fjölgun starfa til að mynda í gamla Vesturbænum. Þetta hefur aukið ásóknina í bílastæði þannig að íbúar í nálægum götum geta átt erfitt með að leggja bílum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Eftir þrýsting frá íbúum var tekin upp gjaldskylda á Nýlendugötu og Mýrargötu í gamla Vesturbænum ásamt nálægum smágötum fyrir örfáum árum sem létti á ásókninni. Hins vegar voru Vesturgata og göturnar þar fyrir ofan upp að Landakoti áfram gjaldfrjálsar vestan Ægisgötu. Þessar götur hafa all lengi verið með gjaldskyldu austan megin Ægisgötu en allir hafa getað lagt gjaldfrjálst í götunum vestan megin. Þetta breytist brátt, að hluta að minnsta kosti. Hér sést yfir hluta þess hluta gamla Vesturbæjarins þar sem gjaldskylda verður tekin upp um áramótin víðar en nú er.Stöð 2/Egill Því innan skamms mun gjaldskyldan verða framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg sem einnig verður gjaldskyldur ásamt Hrannarstíg. Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir vel kooma til greina að gjaldskylda verði tekin upp enn víðar en nú hefur verið ákveðið.Stöð 2/Egill Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir þetta ekki hvað síst gert vegna þrýstings frá íbúum. Hvers vegna var gjaldskyldan ekki tekin upp alla leið út göturnar? „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þar ber helst að nefna að á þeim tíma sem bílastæðasjóður er með vöktun á stæðum er notkunin ekki slík að hún réttlæti eða kalli á gjaldskyldu á bílastæðum,“ segir Bjarni. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Það á líka að stækka gjaldskyld svæði annars staðar í Vesturbænum. Hávalla-, Blómvalla-, Ásvalla-, Sólvalla- og Brávallagötur vestan Brávallagötu verða allar gjaldskyldar vestan Blómvallagötu að Hofsvallagötu. Við Tjörnina verður gjaldskylda við Tjarnargötu framlengd frá Ráðherrabústað út að Hringbraut og Bjarkargata verður öll gjaldskyld. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Þá verður gjaldskylda einnig víkkuð út í Þingholtunum og tekin upp á Baldursgötu, Bragagötu, Freyjugötu, Þórsgötu og Lokastíg sem afmarkast af Skólavörðustíg, Njarðargötu, Nönnugötu og Baldursgötu. Íbúar við allar þessar götur geta hins vegar fengið íbúakort. Þeir greiða þá 2.500 krónur á mánuði fyrir að leggja nærri heimilum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Gæti farið svo bæði í Gamla Vesturbænum, Þingholtunum og víðar að gjaldsvæðin stækki? „Algerlega. Þróunin hefur alltaf verið þannig þegar við setjum gjaldskyldu á ákveðnum svæðum fara nágrannar oft að kalla eftir því líka. Bara vegna þess að nýting stæðanna verður miklu betri og fólk á auðveldara með að finna stæði,“segir Bjarni R. Ingvarsson. Breytingarnar taki formlega gildi strax eftir áramótin. Reykjavík Umferð Samgöngur Bílastæði Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Fjölgun ferðamanna á undanförnum rúmum áratug hefur kallað á fjölgun hótela, veitingastaða, leiguíbúða og annarra þjónustustarfsemi með fjölgun starfa til að mynda í gamla Vesturbænum. Þetta hefur aukið ásóknina í bílastæði þannig að íbúar í nálægum götum geta átt erfitt með að leggja bílum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Eftir þrýsting frá íbúum var tekin upp gjaldskylda á Nýlendugötu og Mýrargötu í gamla Vesturbænum ásamt nálægum smágötum fyrir örfáum árum sem létti á ásókninni. Hins vegar voru Vesturgata og göturnar þar fyrir ofan upp að Landakoti áfram gjaldfrjálsar vestan Ægisgötu. Þessar götur hafa all lengi verið með gjaldskyldu austan megin Ægisgötu en allir hafa getað lagt gjaldfrjálst í götunum vestan megin. Þetta breytist brátt, að hluta að minnsta kosti. Hér sést yfir hluta þess hluta gamla Vesturbæjarins þar sem gjaldskylda verður tekin upp um áramótin víðar en nú er.Stöð 2/Egill Því innan skamms mun gjaldskyldan verða framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg sem einnig verður gjaldskyldur ásamt Hrannarstíg. Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir vel kooma til greina að gjaldskylda verði tekin upp enn víðar en nú hefur verið ákveðið.Stöð 2/Egill Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir þetta ekki hvað síst gert vegna þrýstings frá íbúum. Hvers vegna var gjaldskyldan ekki tekin upp alla leið út göturnar? „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þar ber helst að nefna að á þeim tíma sem bílastæðasjóður er með vöktun á stæðum er notkunin ekki slík að hún réttlæti eða kalli á gjaldskyldu á bílastæðum,“ segir Bjarni. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Það á líka að stækka gjaldskyld svæði annars staðar í Vesturbænum. Hávalla-, Blómvalla-, Ásvalla-, Sólvalla- og Brávallagötur vestan Brávallagötu verða allar gjaldskyldar vestan Blómvallagötu að Hofsvallagötu. Við Tjörnina verður gjaldskylda við Tjarnargötu framlengd frá Ráðherrabústað út að Hringbraut og Bjarkargata verður öll gjaldskyld. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Þá verður gjaldskylda einnig víkkuð út í Þingholtunum og tekin upp á Baldursgötu, Bragagötu, Freyjugötu, Þórsgötu og Lokastíg sem afmarkast af Skólavörðustíg, Njarðargötu, Nönnugötu og Baldursgötu. Íbúar við allar þessar götur geta hins vegar fengið íbúakort. Þeir greiða þá 2.500 krónur á mánuði fyrir að leggja nærri heimilum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Gæti farið svo bæði í Gamla Vesturbænum, Þingholtunum og víðar að gjaldsvæðin stækki? „Algerlega. Þróunin hefur alltaf verið þannig þegar við setjum gjaldskyldu á ákveðnum svæðum fara nágrannar oft að kalla eftir því líka. Bara vegna þess að nýting stæðanna verður miklu betri og fólk á auðveldara með að finna stæði,“segir Bjarni R. Ingvarsson. Breytingarnar taki formlega gildi strax eftir áramótin.
Reykjavík Umferð Samgöngur Bílastæði Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira