„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 16:31 Jakob er rétthafi höfundarverks Svövu Jakobsdóttur og hennar eini erfingi. Alþingi/Aðsend Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði. Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“ Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“
Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira