Miklar skemmdir unnar á leikskólanum Funaborg: „Þetta er eiginlega bara ónýtt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 14:01 Börnin á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi virða fyrir sér skemmdir sem unnar hafa verið á leikskólanum þeirra undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Miklar skemmdir hafa verið unnar síðustu vikur á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi. Í október var kveikt í ruslagámi sem hafði miklar afleiðingar á starf skólans. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og eru skemmdirnar að öllum líkindum varanlegar. Leikskólastýra segist ráðalaus. Í byrjun október var kveikt í ruslagámi við leikskólann með þeim afleiðingum að rúða sprakk og mikill reykur komst inn í húsið. Þetta gerðist aðfaranótt föstudags og var leikskólinn lokaður daginn eftir. Einnig var lokað á mánudeginum eftir þar sem starfsdagur var færður til vegna málsins. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og ljóst að tjónið er mikið. „Þetta er splunkunýtt hús,“ segir Agnes Jónsdóttir, leikskólastýra Funaborgar. „Við opnuðum þessa deild í febrúar. Húsið er ofboðslega fallegt með hráum við utan á. Spreyið fer svo langt inn í viðinn að það er ekki hægt að þrífa það af, ekki hægt að pússa í burtu. Við höfum heyrt að það eina sem hægt er að gera sé að mála upp á nýtt sem við viljum alls ekki. Þetta er eiginlega bara ónýtt.“ „Það hlupu allir upp til handa og fóta“ Agnes segir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklir fjármunir og mannafli fari í útköll og lagfæringar vegna slíkra mála. „Daginn eftir brunann var kallað út þrjátíu manna hreinsunarlið, tryggingar mættu á svæðið og starfsmenn frá skóla-og frístundarsviði Reykjavíkurborgar. Viðgerðarhópur mætti á svæðið til að laga húsið að utan og innan,“ segir hún. Ljóst er að tjónið er mikið.Vísir/Vilhelm „Það þurfti að kalla til málara, pípara, rafvirkja og fleiri. Það þurfti að þrífa hvern einasta sentimetra og vorum fyrst núna, mánuði seinna, að fá dót úr hreinsun. Við þurftum að innsigla þrjú svæði í heila viku og endurskipuleggja alla starfsemina.“ Agnes tekur fram að skóla- og frístundaráð borgarinnar hafi brugðist mjög vel við. „Batteríið sem fór í gang morguninn eftir brunann var stórkostlegt. Það hlupu allir upp til handa og fóta.“ Öllum brugðið vegna málsins Þá segir Agnes foreldra hafa sýnt mikinn skilning en þeim sé brugðið vegna málsins. „Foreldrarnir hafa verið dásamlegir, en það eru allir sjokkeraðir yfir þessu. Börnin líka, þau vita af þessu og tala mikið um þetta. Þau ræða mikið um veggjakrotið líka, enda erum við alltaf með það fyrir augum.“ Enn má sjá ummerki eftir íkveikju við leikskólann í byrjun október.Vísir/Vilhelm Enginn er grunaður um skemmdarverkin. Agnes telur þó víst að ekki sé um börn að ræða. „Það var kveikt í klukkan hálf tvö um nótt. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki er um nein smábörn að ræða.“ Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í byrjun október var kveikt í ruslagámi við leikskólann með þeim afleiðingum að rúða sprakk og mikill reykur komst inn í húsið. Þetta gerðist aðfaranótt föstudags og var leikskólinn lokaður daginn eftir. Einnig var lokað á mánudeginum eftir þar sem starfsdagur var færður til vegna málsins. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og ljóst að tjónið er mikið. „Þetta er splunkunýtt hús,“ segir Agnes Jónsdóttir, leikskólastýra Funaborgar. „Við opnuðum þessa deild í febrúar. Húsið er ofboðslega fallegt með hráum við utan á. Spreyið fer svo langt inn í viðinn að það er ekki hægt að þrífa það af, ekki hægt að pússa í burtu. Við höfum heyrt að það eina sem hægt er að gera sé að mála upp á nýtt sem við viljum alls ekki. Þetta er eiginlega bara ónýtt.“ „Það hlupu allir upp til handa og fóta“ Agnes segir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklir fjármunir og mannafli fari í útköll og lagfæringar vegna slíkra mála. „Daginn eftir brunann var kallað út þrjátíu manna hreinsunarlið, tryggingar mættu á svæðið og starfsmenn frá skóla-og frístundarsviði Reykjavíkurborgar. Viðgerðarhópur mætti á svæðið til að laga húsið að utan og innan,“ segir hún. Ljóst er að tjónið er mikið.Vísir/Vilhelm „Það þurfti að kalla til málara, pípara, rafvirkja og fleiri. Það þurfti að þrífa hvern einasta sentimetra og vorum fyrst núna, mánuði seinna, að fá dót úr hreinsun. Við þurftum að innsigla þrjú svæði í heila viku og endurskipuleggja alla starfsemina.“ Agnes tekur fram að skóla- og frístundaráð borgarinnar hafi brugðist mjög vel við. „Batteríið sem fór í gang morguninn eftir brunann var stórkostlegt. Það hlupu allir upp til handa og fóta.“ Öllum brugðið vegna málsins Þá segir Agnes foreldra hafa sýnt mikinn skilning en þeim sé brugðið vegna málsins. „Foreldrarnir hafa verið dásamlegir, en það eru allir sjokkeraðir yfir þessu. Börnin líka, þau vita af þessu og tala mikið um þetta. Þau ræða mikið um veggjakrotið líka, enda erum við alltaf með það fyrir augum.“ Enn má sjá ummerki eftir íkveikju við leikskólann í byrjun október.Vísir/Vilhelm Enginn er grunaður um skemmdarverkin. Agnes telur þó víst að ekki sé um börn að ræða. „Það var kveikt í klukkan hálf tvö um nótt. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki er um nein smábörn að ræða.“
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira