Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 12:22 Twitter hefur verið mikilvægur vettvangur áreiðanlegra upplýsinga um kosningar í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Með hópuppsögn gærdagsins er teymið sem vann að kosningamálum úr sögunni. AP/Gregory Bull Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir. Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir.
Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent