„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 11:34 Reiknað er með að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynni um forsetaframboð innan fárra daga. Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, við hlið Trumps á mynd, hefur einnig verið orðaður við framboð. Og í þingkosningunum í dag beinast flestra augu að hinum mönnunum tveimur; John Fetterman og Dr. Oz, sem berjast um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Samsett Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01
Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54