Framúrskarandi vísindakona Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 09:01 Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Jafnréttismál Háskólar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar