Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 09:18 Kjósandi Lee Zeldin, frambjóðanda repúblikana til ríkisstjóra New York, fylgist vonsvikinn með tölum koma inn. Zeldin tapaði fyrir Kathy Hochul, frambjóðanda demókrata. Vísir/EPA Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. Sögulega séð hefur flokkur forseta yfirleitt farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabil. Barack Obama og Bill Clinton, síðustu tveir forsetar Demókrataflokksins, töpuðu þannig báðir tugum þingsæta í fulltrúadeildinni í slíkum kosningum. Til viðbótar glímdi Joe Biden Bandaríkjaforseti við sérstaklega mikinn andbyr í ár. Verðbólga er í hæstu hæðum og vinsældir hans eru sambærilegar við Donalds Trump þegar hann var sem óvinsælastur. Í samræmi við þetta bentu skoðanakannanir til þess að repúblikanar ynnu meirihluta í fulltrúadeildinni og fylgið virtist á hreyfingu til þeirra í öldungadeildinni. Skekkjur í könnunum í undanförnum kosningum hafa ennfremur vanmetið stuðning við repúblikana ef eitthvað er. Slík niðurstaða yrði hörmung fyrir Biden og byndi hendur hans það sem eftir er kjörtímabilsins. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, eygir enn möguleika á að halda meirihlutanum.AP/Hans Pennink Ekkert hefur þó orðið af þeirri sigurför sem repúblikanar sáu í hillingum enn sem komið er. Nú að morgni dags að íslenskum tíma liggur enn ekki fyrir hver fer með völdin í hvorugri deild þingsins, þó að líkur séu á því að repúblikanar vinni nauman meirihluta í fulltrúadeildinni. Enn á þó eftir að fá niðurstöðu í mörgum kjördæmum í nokkrum ríkjum. Demókratar bættu við sig lykilsæti í Pennsylvaníu Repúblikanar þurfa aðeins að bæta við sig einu þingsæti í öldungadeildinni til þess að ná undirtökunum þar. Kosninganótt byrjaði hins vegar illa fyrir þá því þeir töpuðu sæti í Pennsylvaníu þar sem demókratinn John Fetterman bar sigurorð af sjónvarpslækninum Mehmet Oz. Þrjú ríki eiga eftir að ráða úrslitum um hver fer með völdin í öldungadeildinni: Arizona, Georgía og Nevada. Demókratar þurfa að vinna tvö þeirra til þess að halda meirihluta sínum. Nú í morgun virtust þeir í þokkalegri stöðu til að halda sæti geimfarans Marks Kelly í Arizona en flest bendir til þess að kjósa þurfi aftur á milli repúblikanans Herschels Walker og demókratans Raphaels Warnock í Georgíu. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, væri ekki endilega öfundsverður af því að reyna að stýra naumum meirihluta þar. Síðast þegar repúblikanar höfðu meirihluta í deildinni þurfi McCarthy og forveri hans að hafa sig alla við að smala köttum.AP/Alex Brandon Ekki er útilokað að það skýrist ekki hver ræður öldungadeildinni fyrr en eftir aukakosningar í Georgíu í desember. Washington Post bendir á að ef repúblikanar ná ekki meirihlutanum í öldungadeildinni yrði það aðeins í sjöunda skipti sem stjórnarandstöðuflokknum hefur mistekist það á síðustu hundrað árum. Naumur og vandmeðfarinn meirihluti í kortunum Í fulltrúadeildinni hafa frambjóðendur demókratar unnið flest þau sæti þar sem kannanir bentu til þess að baráttan væri hnífjöfn á milli flokkanna. Nú í morgun átti enn eftir að lýsa yfir sigurvegara í á fjórða tug kjördæma í ríkjum eins og Kaliforníu, New York, Nevada og Arizona. Ron DeSantis baðar sig í dýrðarljóma í kjölfar öruggs sigurs á mótframbjóðanda sínum í ríkisstjórakosningum í Flórída.AP/Rebecca Blackwell Samkvæmt tölum Five Thirty Eight höfðu repúblikanar tryggt sér 207 fulltrúadeildarsæti gegn 188 sætum demókrata en 218 þarf til að ná meirihluta. Ef fram fer sem horfir gætu repúblikanar náð naumum meirihluta í deildinni. Erfitt gæti reynst fyrir Kevin McCarthy, leiðtoga þeirra í deildinni, að hafa stjórn á sundurlyndum þingflokki sínum. Mikilvæg ríkisstjórakjör Kosið var til 36 ríkisstjóraembætta víðs vegar um Bandaríkin samhliða þingkosningunum í gær. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegur áskorandi Trump fyrir forsetakosningarnar 2024, vann yfirburðasigur. Úrslitin eru sögð undirstrika sterka stöðu DeSantis í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Trump hefur gefið sterklega í skyn að hann ætli að lýsa yfir framboði á næstu dögum og hafði í hótunum við DeSantis um að hann gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um ríkisstjórann í gær. Mögulegt veikleikamerki fyrir Trump var ríkisstjórakjörið í Georgíu. Þar fór Brian Kemp með öruggan sigur af hólmi þrátt fyrir að Trump hafi sett sig upp á móti honum fyrir að taka ekki þátt í samsæriskenningum hans um að kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum þar árið 2020. Í Wisconsin virtist demókratinn Tony Evers ætla að tryggja sér endurkjör. Mótframbjóðandi hans hafði lýst því yfir að ef hann ynni myndu repúblikanar aldrei tapa kosningum í ríkinu aftur. Repúblikanar hafa hagrætt kjördæmamörkum svo kirfilega sér í vil í Wisconsin að útlit var fyrir að þeir gætu náð auknum meirihluta á ríkisþinginu þrátt fyrir að flokkarnir hafi um það bil jafnmarga kjósendur í ríkinu. Uppfært 11:30 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að aukakosning um öldungadeildarþingsæti Georgíu yrði í janúar. Það rétta er að það fer fram 6. desember ef af verður. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Sögulega séð hefur flokkur forseta yfirleitt farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabil. Barack Obama og Bill Clinton, síðustu tveir forsetar Demókrataflokksins, töpuðu þannig báðir tugum þingsæta í fulltrúadeildinni í slíkum kosningum. Til viðbótar glímdi Joe Biden Bandaríkjaforseti við sérstaklega mikinn andbyr í ár. Verðbólga er í hæstu hæðum og vinsældir hans eru sambærilegar við Donalds Trump þegar hann var sem óvinsælastur. Í samræmi við þetta bentu skoðanakannanir til þess að repúblikanar ynnu meirihluta í fulltrúadeildinni og fylgið virtist á hreyfingu til þeirra í öldungadeildinni. Skekkjur í könnunum í undanförnum kosningum hafa ennfremur vanmetið stuðning við repúblikana ef eitthvað er. Slík niðurstaða yrði hörmung fyrir Biden og byndi hendur hans það sem eftir er kjörtímabilsins. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, eygir enn möguleika á að halda meirihlutanum.AP/Hans Pennink Ekkert hefur þó orðið af þeirri sigurför sem repúblikanar sáu í hillingum enn sem komið er. Nú að morgni dags að íslenskum tíma liggur enn ekki fyrir hver fer með völdin í hvorugri deild þingsins, þó að líkur séu á því að repúblikanar vinni nauman meirihluta í fulltrúadeildinni. Enn á þó eftir að fá niðurstöðu í mörgum kjördæmum í nokkrum ríkjum. Demókratar bættu við sig lykilsæti í Pennsylvaníu Repúblikanar þurfa aðeins að bæta við sig einu þingsæti í öldungadeildinni til þess að ná undirtökunum þar. Kosninganótt byrjaði hins vegar illa fyrir þá því þeir töpuðu sæti í Pennsylvaníu þar sem demókratinn John Fetterman bar sigurorð af sjónvarpslækninum Mehmet Oz. Þrjú ríki eiga eftir að ráða úrslitum um hver fer með völdin í öldungadeildinni: Arizona, Georgía og Nevada. Demókratar þurfa að vinna tvö þeirra til þess að halda meirihluta sínum. Nú í morgun virtust þeir í þokkalegri stöðu til að halda sæti geimfarans Marks Kelly í Arizona en flest bendir til þess að kjósa þurfi aftur á milli repúblikanans Herschels Walker og demókratans Raphaels Warnock í Georgíu. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, væri ekki endilega öfundsverður af því að reyna að stýra naumum meirihluta þar. Síðast þegar repúblikanar höfðu meirihluta í deildinni þurfi McCarthy og forveri hans að hafa sig alla við að smala köttum.AP/Alex Brandon Ekki er útilokað að það skýrist ekki hver ræður öldungadeildinni fyrr en eftir aukakosningar í Georgíu í desember. Washington Post bendir á að ef repúblikanar ná ekki meirihlutanum í öldungadeildinni yrði það aðeins í sjöunda skipti sem stjórnarandstöðuflokknum hefur mistekist það á síðustu hundrað árum. Naumur og vandmeðfarinn meirihluti í kortunum Í fulltrúadeildinni hafa frambjóðendur demókratar unnið flest þau sæti þar sem kannanir bentu til þess að baráttan væri hnífjöfn á milli flokkanna. Nú í morgun átti enn eftir að lýsa yfir sigurvegara í á fjórða tug kjördæma í ríkjum eins og Kaliforníu, New York, Nevada og Arizona. Ron DeSantis baðar sig í dýrðarljóma í kjölfar öruggs sigurs á mótframbjóðanda sínum í ríkisstjórakosningum í Flórída.AP/Rebecca Blackwell Samkvæmt tölum Five Thirty Eight höfðu repúblikanar tryggt sér 207 fulltrúadeildarsæti gegn 188 sætum demókrata en 218 þarf til að ná meirihluta. Ef fram fer sem horfir gætu repúblikanar náð naumum meirihluta í deildinni. Erfitt gæti reynst fyrir Kevin McCarthy, leiðtoga þeirra í deildinni, að hafa stjórn á sundurlyndum þingflokki sínum. Mikilvæg ríkisstjórakjör Kosið var til 36 ríkisstjóraembætta víðs vegar um Bandaríkin samhliða þingkosningunum í gær. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegur áskorandi Trump fyrir forsetakosningarnar 2024, vann yfirburðasigur. Úrslitin eru sögð undirstrika sterka stöðu DeSantis í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Trump hefur gefið sterklega í skyn að hann ætli að lýsa yfir framboði á næstu dögum og hafði í hótunum við DeSantis um að hann gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um ríkisstjórann í gær. Mögulegt veikleikamerki fyrir Trump var ríkisstjórakjörið í Georgíu. Þar fór Brian Kemp með öruggan sigur af hólmi þrátt fyrir að Trump hafi sett sig upp á móti honum fyrir að taka ekki þátt í samsæriskenningum hans um að kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum þar árið 2020. Í Wisconsin virtist demókratinn Tony Evers ætla að tryggja sér endurkjör. Mótframbjóðandi hans hafði lýst því yfir að ef hann ynni myndu repúblikanar aldrei tapa kosningum í ríkinu aftur. Repúblikanar hafa hagrætt kjördæmamörkum svo kirfilega sér í vil í Wisconsin að útlit var fyrir að þeir gætu náð auknum meirihluta á ríkisþinginu þrátt fyrir að flokkarnir hafi um það bil jafnmarga kjósendur í ríkinu. Uppfært 11:30 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að aukakosning um öldungadeildarþingsæti Georgíu yrði í janúar. Það rétta er að það fer fram 6. desember ef af verður.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira