Að styðja við foreldra/forráðamenn í sorg þá erum við að styðja börnin Karólína Helga Símonardóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:00 Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir vinnuveitanda komið hvort foreldri fái launað leyfi eftir barnsmissi. Sorgarmiðstöð hvatti ríkisstjórnina, velferðarnefnd og alþingsimenn til að hefja hið fyrsta undirbúning að næsta skrefi: Frumvarpi til breytinga á lögunum, með það að markmiði að færa einstaklingum sem missa maka frá ungum börnum, sambærilega réttarbót. Ungt fólk sem missir maka sinn snemma á lífsleiðinni frá ungum börnum, er sá hópur sem sérstaklega þarf að huga að. Í umsögn Sorgarmiðstöðvar um sorgarleyfið þá lögðum við mikla áherslu á að það þyrfti líka að mæta þessum. Þau félög sem sendu inn umsögn um frumvarpið voru á sama máli. Ungt fólk sem missir maka snemma á lífsleiðinni og er með börn á framfæri verður ekki aðeins fyrir mikilli sorg, heldur líka miklu tekjutapi. Í flestum tilfellum eru það báðir aðilar sem hafa verið fyrirvinnur heimilisins. Í sorginni þarf að sinna börnunum, ásamt því að eftirlifandi maki reynir að sinna sinni eigin sorg og finna úrlausnir á þeirri fjárhagslegu stöðu sem komin er upp. Við þekkjum það af reynslu að þetta er sá hópur sem dettur hvað líklegast út af vinnumarkaðinum nokkrum árum eftir makamissinn, því þau höfðu ekki nægt svigrúm eða tækifæri til þess að takast á við sorgina sína, allt þeirra fór í að styðja börnin og halda hversdagslífinu gangandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, svaraði ákallinu og lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis. Frumvarp þetta er útvíkkun á lögum sem samþykkt voru í sumar, um sorgarleyfi í kjölfar barnsmissis. Megin tilgangurinn með útvíkkuninni er að fókuspunkturinn sé á börnin og að taka utan um og styðja um þær fjölskyldur þar sem móðir eða faðir deyr frá börnum sínum. Við fögnum þessu mikilvægu skrefum í réttindabaráttu syrgjenda. Vonum að ríkistjórnin og ráðamenn þjóðarinnar samþykki þessa breytingu. Markmið og starf Sorgarmiðstöðvar er að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra með fræðslu og ráðgjöf. Sorgarmiðstöð er öllum opin. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir vinnuveitanda komið hvort foreldri fái launað leyfi eftir barnsmissi. Sorgarmiðstöð hvatti ríkisstjórnina, velferðarnefnd og alþingsimenn til að hefja hið fyrsta undirbúning að næsta skrefi: Frumvarpi til breytinga á lögunum, með það að markmiði að færa einstaklingum sem missa maka frá ungum börnum, sambærilega réttarbót. Ungt fólk sem missir maka sinn snemma á lífsleiðinni frá ungum börnum, er sá hópur sem sérstaklega þarf að huga að. Í umsögn Sorgarmiðstöðvar um sorgarleyfið þá lögðum við mikla áherslu á að það þyrfti líka að mæta þessum. Þau félög sem sendu inn umsögn um frumvarpið voru á sama máli. Ungt fólk sem missir maka snemma á lífsleiðinni og er með börn á framfæri verður ekki aðeins fyrir mikilli sorg, heldur líka miklu tekjutapi. Í flestum tilfellum eru það báðir aðilar sem hafa verið fyrirvinnur heimilisins. Í sorginni þarf að sinna börnunum, ásamt því að eftirlifandi maki reynir að sinna sinni eigin sorg og finna úrlausnir á þeirri fjárhagslegu stöðu sem komin er upp. Við þekkjum það af reynslu að þetta er sá hópur sem dettur hvað líklegast út af vinnumarkaðinum nokkrum árum eftir makamissinn, því þau höfðu ekki nægt svigrúm eða tækifæri til þess að takast á við sorgina sína, allt þeirra fór í að styðja börnin og halda hversdagslífinu gangandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, svaraði ákallinu og lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis. Frumvarp þetta er útvíkkun á lögum sem samþykkt voru í sumar, um sorgarleyfi í kjölfar barnsmissis. Megin tilgangurinn með útvíkkuninni er að fókuspunkturinn sé á börnin og að taka utan um og styðja um þær fjölskyldur þar sem móðir eða faðir deyr frá börnum sínum. Við fögnum þessu mikilvægu skrefum í réttindabaráttu syrgjenda. Vonum að ríkistjórnin og ráðamenn þjóðarinnar samþykki þessa breytingu. Markmið og starf Sorgarmiðstöðvar er að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra með fræðslu og ráðgjöf. Sorgarmiðstöð er öllum opin. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun