Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort – vörumst netsvik Heiðrún Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:01 Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verslun Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun