Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. nóvember 2022 14:04 Frambjóðandi Demókrata í Nevada, Catherine Cortez Masto (t.v.) og frambjóðandi Repúblikana, Adam Laxalt. Myndin er samsett. Getty/Anna Moneymaker,SOPA Images Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. Endanleg niðurstaða í öldungadeildinni mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu Georgíubúar ganga aftur til kosninga um sætið þar sem hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en 50 prósent atkvæða. Það breytir samt sem áður ekki stöðu öldungadeildarinnar þar sem Demókratinn og varaforsetinn Kamala Harris hefur úrslitaatkvæðið og gulltryggir sínum flokki meirihluta. Öldungadeildarsæti Georgíu kæmi sér þó vel fyrir Demókrata til þess að ekki þyrfti að treysta á nauman meirihluta hverju sinni. Staðan í fulltrúadeildinni er aftur á móti enn óljós. Reiknað er með því að Repúblikanar tryggi sér meirihluta þar en 218 sæti þarf til þess. Eins og staðan er núna hafa Repúblikanar tryggt sér 211 sæti og Demókratar 204. Tuttugu sæti eru því enn óákveðin. Svo mjótt er á munum í baráttunni hin ýmsu fulltrúadeildarþingsæti að möguleiki er á endur talningu. Þetta á til dæmis við í Colorado. Nánari tölfræði um þingsætin má sjá með því að smella hér eða á vef AP. Nýjustu tölur frá AP.Associated Press Mun á þingdeildunum tveimur má til dæmis sjá á lengd stefnumótunartímabila þingmanna. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár á þingi en fulltrúadeildarþingmenn í tvö ár. Öldungadeildarþingmenn hafa þannig möguleika á að móta stefnu landsins til lengri tíma á meðan fulltrúadeildarþingmenn bregðast meira við málefnum hversdagsins og eru tengdari kjósendum. Þar að auki liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum hjá fulltrúadeild en öldungadeildin hefur mikil áhrif á það hverjir eru skipaðir í hin ýmsu embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, ráðherraembætti og fleira. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Endanleg niðurstaða í öldungadeildinni mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu Georgíubúar ganga aftur til kosninga um sætið þar sem hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en 50 prósent atkvæða. Það breytir samt sem áður ekki stöðu öldungadeildarinnar þar sem Demókratinn og varaforsetinn Kamala Harris hefur úrslitaatkvæðið og gulltryggir sínum flokki meirihluta. Öldungadeildarsæti Georgíu kæmi sér þó vel fyrir Demókrata til þess að ekki þyrfti að treysta á nauman meirihluta hverju sinni. Staðan í fulltrúadeildinni er aftur á móti enn óljós. Reiknað er með því að Repúblikanar tryggi sér meirihluta þar en 218 sæti þarf til þess. Eins og staðan er núna hafa Repúblikanar tryggt sér 211 sæti og Demókratar 204. Tuttugu sæti eru því enn óákveðin. Svo mjótt er á munum í baráttunni hin ýmsu fulltrúadeildarþingsæti að möguleiki er á endur talningu. Þetta á til dæmis við í Colorado. Nánari tölfræði um þingsætin má sjá með því að smella hér eða á vef AP. Nýjustu tölur frá AP.Associated Press Mun á þingdeildunum tveimur má til dæmis sjá á lengd stefnumótunartímabila þingmanna. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár á þingi en fulltrúadeildarþingmenn í tvö ár. Öldungadeildarþingmenn hafa þannig möguleika á að móta stefnu landsins til lengri tíma á meðan fulltrúadeildarþingmenn bregðast meira við málefnum hversdagsins og eru tengdari kjósendum. Þar að auki liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum hjá fulltrúadeild en öldungadeildin hefur mikil áhrif á það hverjir eru skipaðir í hin ýmsu embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, ráðherraembætti og fleira.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01