Hvað ætlar skólinn að gera? Sigurður Arnar Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Mikil umræða hefur skapast um íslenskar skólastofnanir á síðustu misserum. Umræðan hefur oftar en ekki tengst neikvæðum hlutum s.s. að árangur skólastarfs sé slakur, að skólafólk sinni ekki eineltismálum sem skyldi eða jafnvel að skólafólk beiti ekki réttum kennsluaðferðum t.d varðandi lestrarkennslu. Þessi umræða einkennist umfram annað af fullyrðingum sem standast illa skoðun og byggja oftar en ekki á mati einstaklinga sem telja sig hafa fundið upp einu réttu lausnina og hafi svar við öllum hlutum. Allir ættu hins vegar að vita að nám og uppeldi er flóknara en svo að til sé eitt rétt svar eða ein rétt leið sem hentar öllum. Fjölmiðlar vilja gjarnan fjalla um skólafólk en hafa minni áhuga á að tala við það. Ef upp koma fullyrðingar um eitthvað sem betur má fara í skólum, taka fjölmiðlar og samskiptamiðlar við sér. Umræðan er oft á tíðum með slíkum eindæmum að skólafólk á ekki eitt aukatekið orð. Harkan og óbilgirnin sem þarna á sér stað er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að hugsa alvarlega um. Ég ætla ekki að halda því hér fram að allt sé fullkomið í skólum eða samfélaginu almennt. Margt gengur ekki eins vel og við viljum hafa það. Það að halda því hins vegar fram að skólafólk leggi sig ekki fram eða láti sig ekki varða hagsmuni nemenda sinna og samfélags er kolrangt. Í skólum starfar vel menntað starfsfólk sem leggur nótt við dag við að sinna því sem mestu skiptir í lífinu. Það er að gæta barnanna okkar og efla þau á allan hátt. Í öllum skólum er unnið að frábærum skólaverkefnum. Ég hef starfað að skólamálum í þrjátíu ár og þekki vel til. Í hvert skipti sem ég kem inn í skóla sé ég eitthvað nýtt og frábært sem ég reyni að læra af og nýta. Ekki verður annað séð en að almenningur sé á sama máli því samkvæmt könnunum og gæðamati fær skólastarfið á Íslandi góða umsögn. Hér á vel við orðatiltækið, glöggt er gests auga. Erlendis vekur t.d. athygli hvernig íslenskt skólakerfi hélt úti kennslu og starfsskipulagi í heimsfaraldri meðan aðrar þjóðir þurftu að loka sínum skólum svo vikum og mánuðum skipti. En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu í fjölmiðlum? Hér er erfitt að svara en svo virðist sem skólastofnanir séu gerðar ábyrgar fyrir öllu sem misferst í samfélaginu. Dæmi um það eru nýlegar fréttir í fjölmiðlum. Til dæmis fréttir þar sem fjallað er um erfiðar forræðisdeilur og vaxandi rasíska orðræðu. Annað dæmi eru eineltismál sem tengjast inn í marga skóla, íþróttafélög og fjölda heimila. Þriðja dæmið er stuldur ungmenna í stórmarkaði að kvöldi og lögregla er kölluð til. Fjórða dæmið eru hópslagsmál ungmenna á leiksvæði um helgi. Fimmta dæmið er vaxandi áhyggjur af tölvu og símafíkn barna og ungmenna. Áfram mætti lengi telja en það sem þessar fréttir eiga sameiginlegt er að í umræðu í tengslum við þær er alltafspurt: Hvað ætlar skólinn að gera? Skólastofnanir sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, það er óumdeilanlegt. En að gera skóla og skólafólk ábyrgt fyrir öllu sem misferst er einkennilegt svo ekki sé sterkaratil orða tekið. Lykill að góðum árangri er ekki að finna sökudólg fyrir því sem misferst. Árangur okkar ræðst af góðu samstarfi heimilis og skóla. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir óteljandi hættum og áskorunum. Það hefur sjaldan eða aldrei verið flóknara að ala upp barn. Stafræn tækni hefur tekið völdin og við höfum öll það verk að vinna að láta tæknina þjóna okkur en ekki stjórna. Allt samfélagið þarf að leggjast á eitt til að vinna saman á uppbyggilegan hátt og gera betur. Skólar og starfsmenn þeirra ætla ekki að elta niðurrifstal, sleggjudóma og á köflum hreinan dónaskap á samfélagsmiðlum. Á slíku er ekkert gott að byggja. Ég fullyrði að skólafólk vill vinna með nemendum sínum, foreldrum og skólasamfélaginu í að skapa betra samfélag. Áskoranir nútímans eru ekki einkamál skóla heldur okkar allra. Til að skólar verði enn betri menntastofnanir og veiti betri þjónustu þarf aðhald en fyrst og fremst samvinnu, velvild og stuðning. Stöndum saman, aukum samstarf og eflum skólastarf á öllum skólastigum með jákvæðni að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grundaskóla og formaður skólastjórnendafélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um íslenskar skólastofnanir á síðustu misserum. Umræðan hefur oftar en ekki tengst neikvæðum hlutum s.s. að árangur skólastarfs sé slakur, að skólafólk sinni ekki eineltismálum sem skyldi eða jafnvel að skólafólk beiti ekki réttum kennsluaðferðum t.d varðandi lestrarkennslu. Þessi umræða einkennist umfram annað af fullyrðingum sem standast illa skoðun og byggja oftar en ekki á mati einstaklinga sem telja sig hafa fundið upp einu réttu lausnina og hafi svar við öllum hlutum. Allir ættu hins vegar að vita að nám og uppeldi er flóknara en svo að til sé eitt rétt svar eða ein rétt leið sem hentar öllum. Fjölmiðlar vilja gjarnan fjalla um skólafólk en hafa minni áhuga á að tala við það. Ef upp koma fullyrðingar um eitthvað sem betur má fara í skólum, taka fjölmiðlar og samskiptamiðlar við sér. Umræðan er oft á tíðum með slíkum eindæmum að skólafólk á ekki eitt aukatekið orð. Harkan og óbilgirnin sem þarna á sér stað er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að hugsa alvarlega um. Ég ætla ekki að halda því hér fram að allt sé fullkomið í skólum eða samfélaginu almennt. Margt gengur ekki eins vel og við viljum hafa það. Það að halda því hins vegar fram að skólafólk leggi sig ekki fram eða láti sig ekki varða hagsmuni nemenda sinna og samfélags er kolrangt. Í skólum starfar vel menntað starfsfólk sem leggur nótt við dag við að sinna því sem mestu skiptir í lífinu. Það er að gæta barnanna okkar og efla þau á allan hátt. Í öllum skólum er unnið að frábærum skólaverkefnum. Ég hef starfað að skólamálum í þrjátíu ár og þekki vel til. Í hvert skipti sem ég kem inn í skóla sé ég eitthvað nýtt og frábært sem ég reyni að læra af og nýta. Ekki verður annað séð en að almenningur sé á sama máli því samkvæmt könnunum og gæðamati fær skólastarfið á Íslandi góða umsögn. Hér á vel við orðatiltækið, glöggt er gests auga. Erlendis vekur t.d. athygli hvernig íslenskt skólakerfi hélt úti kennslu og starfsskipulagi í heimsfaraldri meðan aðrar þjóðir þurftu að loka sínum skólum svo vikum og mánuðum skipti. En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu í fjölmiðlum? Hér er erfitt að svara en svo virðist sem skólastofnanir séu gerðar ábyrgar fyrir öllu sem misferst í samfélaginu. Dæmi um það eru nýlegar fréttir í fjölmiðlum. Til dæmis fréttir þar sem fjallað er um erfiðar forræðisdeilur og vaxandi rasíska orðræðu. Annað dæmi eru eineltismál sem tengjast inn í marga skóla, íþróttafélög og fjölda heimila. Þriðja dæmið er stuldur ungmenna í stórmarkaði að kvöldi og lögregla er kölluð til. Fjórða dæmið eru hópslagsmál ungmenna á leiksvæði um helgi. Fimmta dæmið er vaxandi áhyggjur af tölvu og símafíkn barna og ungmenna. Áfram mætti lengi telja en það sem þessar fréttir eiga sameiginlegt er að í umræðu í tengslum við þær er alltafspurt: Hvað ætlar skólinn að gera? Skólastofnanir sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, það er óumdeilanlegt. En að gera skóla og skólafólk ábyrgt fyrir öllu sem misferst er einkennilegt svo ekki sé sterkaratil orða tekið. Lykill að góðum árangri er ekki að finna sökudólg fyrir því sem misferst. Árangur okkar ræðst af góðu samstarfi heimilis og skóla. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir óteljandi hættum og áskorunum. Það hefur sjaldan eða aldrei verið flóknara að ala upp barn. Stafræn tækni hefur tekið völdin og við höfum öll það verk að vinna að láta tæknina þjóna okkur en ekki stjórna. Allt samfélagið þarf að leggjast á eitt til að vinna saman á uppbyggilegan hátt og gera betur. Skólar og starfsmenn þeirra ætla ekki að elta niðurrifstal, sleggjudóma og á köflum hreinan dónaskap á samfélagsmiðlum. Á slíku er ekkert gott að byggja. Ég fullyrði að skólafólk vill vinna með nemendum sínum, foreldrum og skólasamfélaginu í að skapa betra samfélag. Áskoranir nútímans eru ekki einkamál skóla heldur okkar allra. Til að skólar verði enn betri menntastofnanir og veiti betri þjónustu þarf aðhald en fyrst og fremst samvinnu, velvild og stuðning. Stöndum saman, aukum samstarf og eflum skólastarf á öllum skólastigum með jákvæðni að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grundaskóla og formaður skólastjórnendafélags Vesturlands.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun