Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 18:47 Þingheimur klappaði vel og lengi fyrir Nancy Pelosi eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar úr forystu Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AP/Carolyn Kaster Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. „Ég sækist ekki eftir endurkjöri í forystu Demókrataflokksins á næsta þingi. Fyrir mér er stundin runnin upp fyrir nýja kynslóð að taka við þingflokki demókrata sem mér er svo annt um,“ sagði Pelosi í ræðu í fulltrúadeildinni í dag og hlaut standandi lófatak. "The hour has come for a new generation to lead the Democratic caucus that I so deeply respect," Speaker Nancy Pelosi, the face of House Democrats for two decades, said on Thursday while announcing that she will step down from leadership. https://t.co/94ifSO0AGP pic.twitter.com/3X8DwhoctV— The New York Times (@nytimes) November 17, 2022 Pelosi, sem er 82 ára gömul, ætlar að sitja áfram sem þingmaður en hún var endurkjörin í þingkosningunum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Demókratar misstu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni en héldu velli í öldungadeildinni. Nýtt þing kemur saman í janúar. Mögulegur arftaki hennar sem leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni hefur verið nefndur Hakeem Jeffries, þingmaður flokksins frá New York. Hann ætti þá möguleika á að verði fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti fulltrúadeildarinnar. Fyrsti kvenleiðtoginn, þingflokksformaðurinn og forsetinn Þingferill Pelosi markaði tímamót á margan hátt. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir San Francisco í Kaliforníu árið 1987 og var kjörin þingflokksformaður árið 2002. Ári síðar varð hún leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hún var fyrsta konan til að verða þingflokksformaður og flokksleiðtogi í sögu Bandaríkjaþings. Þegar demókratar unnu sigur í þingkosningum á miðju seinna kjörtímabili repúblikanans Georges W. Bush árið 2006 varð Pelosi fyrsta konan til að verma sæti forseta fulltrúadeildarinnar árið 2007. Demókratar töpuðu meirihlutanum í kosningunum 2010 en þegar þeir endurheimtu hann árið 2018 varð Pelosi aftur forseti deildarinnar. When I think of Nancy Pelosi, I think of dignity. History will note her as the most consequential Speaker of the House of Representatives in history she is first, last, and always for the people. America owes her a debt of gratitude for her service, patriotism, and dignity. pic.twitter.com/U2xvEVC1E5— President Biden (@POTUS) November 17, 2022 Sem forseti fulltrúadeildarinnar kom Pelosi meðal annars í gegn sjúkratryggingarlögum Baracks Obama, þáverandi forseta, sem hafa gjarnan verið kennd við hann. Þá hafði hún umsjón með því þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var í tvígang kærður fyrir embættisbrot. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tísti að sagan ætti eftir að minnast Pelosi sem eins áhrifamesta forseta fulltrúadeildarinnar. „Bandaríkin standa í þakkarskuld við hana fyrir þjónustu hennar, föðurlandsást og reisn,“ sagði forsetinn. Nýlega var brotist inn á heimili Pelosi í San Francisco og eiginmaður hennar, Paul, barinn í höfuðið með hamri. Paul Pelosi sagði lögreglu að árásarmaðurinn hefði öskrað „Hvar er Nancy?“. Árásarmaðurinn er sagður hafa aðhyllst ýmis konar samsæriskenningar sem hafa grasserað á hægri væng bandarískra stjórnmála. Fjöldi repúblikana brást við fréttunum með því að hæðast að árásinni eða gera lítið úr henni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Ég sækist ekki eftir endurkjöri í forystu Demókrataflokksins á næsta þingi. Fyrir mér er stundin runnin upp fyrir nýja kynslóð að taka við þingflokki demókrata sem mér er svo annt um,“ sagði Pelosi í ræðu í fulltrúadeildinni í dag og hlaut standandi lófatak. "The hour has come for a new generation to lead the Democratic caucus that I so deeply respect," Speaker Nancy Pelosi, the face of House Democrats for two decades, said on Thursday while announcing that she will step down from leadership. https://t.co/94ifSO0AGP pic.twitter.com/3X8DwhoctV— The New York Times (@nytimes) November 17, 2022 Pelosi, sem er 82 ára gömul, ætlar að sitja áfram sem þingmaður en hún var endurkjörin í þingkosningunum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Demókratar misstu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni en héldu velli í öldungadeildinni. Nýtt þing kemur saman í janúar. Mögulegur arftaki hennar sem leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni hefur verið nefndur Hakeem Jeffries, þingmaður flokksins frá New York. Hann ætti þá möguleika á að verði fyrsti blökkumaðurinn til að verða forseti fulltrúadeildarinnar. Fyrsti kvenleiðtoginn, þingflokksformaðurinn og forsetinn Þingferill Pelosi markaði tímamót á margan hátt. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir San Francisco í Kaliforníu árið 1987 og var kjörin þingflokksformaður árið 2002. Ári síðar varð hún leiðtogi flokksins í fulltrúadeildinni. Hún var fyrsta konan til að verða þingflokksformaður og flokksleiðtogi í sögu Bandaríkjaþings. Þegar demókratar unnu sigur í þingkosningum á miðju seinna kjörtímabili repúblikanans Georges W. Bush árið 2006 varð Pelosi fyrsta konan til að verma sæti forseta fulltrúadeildarinnar árið 2007. Demókratar töpuðu meirihlutanum í kosningunum 2010 en þegar þeir endurheimtu hann árið 2018 varð Pelosi aftur forseti deildarinnar. When I think of Nancy Pelosi, I think of dignity. History will note her as the most consequential Speaker of the House of Representatives in history she is first, last, and always for the people. America owes her a debt of gratitude for her service, patriotism, and dignity. pic.twitter.com/U2xvEVC1E5— President Biden (@POTUS) November 17, 2022 Sem forseti fulltrúadeildarinnar kom Pelosi meðal annars í gegn sjúkratryggingarlögum Baracks Obama, þáverandi forseta, sem hafa gjarnan verið kennd við hann. Þá hafði hún umsjón með því þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var í tvígang kærður fyrir embættisbrot. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í tísti að sagan ætti eftir að minnast Pelosi sem eins áhrifamesta forseta fulltrúadeildarinnar. „Bandaríkin standa í þakkarskuld við hana fyrir þjónustu hennar, föðurlandsást og reisn,“ sagði forsetinn. Nýlega var brotist inn á heimili Pelosi í San Francisco og eiginmaður hennar, Paul, barinn í höfuðið með hamri. Paul Pelosi sagði lögreglu að árásarmaðurinn hefði öskrað „Hvar er Nancy?“. Árásarmaðurinn er sagður hafa aðhyllst ýmis konar samsæriskenningar sem hafa grasserað á hægri væng bandarískra stjórnmála. Fjöldi repúblikana brást við fréttunum með því að hæðast að árásinni eða gera lítið úr henni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira