Innlent

Hand­tekinn fyrir að ganga ber­serks­gang í apó­teki

Kjartan Kjartansson skrifar
Ekki kom fram í dagbók lögreglunnar hvað varð til þess að maður gekk berserksgang í apóteki í póstnúmeri 201.
Ekki kom fram í dagbók lögreglunnar hvað varð til þess að maður gekk berserksgang í apóteki í póstnúmeri 201. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling sem var sagður hafa gengið berserksgang í apóteki í Kópavogi í dag. Þá stóð lögregla innbrotsþjóf að verki í Hlíðahverfi.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að atvikið í apótekinu hafi átt sér stað í póstnúmeri 201 í Kópavogi. Sá handtekinn hafi verið vistaður í fangageymslu lögreglu í kjölfarið.

Þá var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í heimahúsi í póstnúmeri 105 í Reykjavík. Þegar lögregluþjónar komu á vettvang var einstaklingur að reyna að komast inn um glugga á íbúð. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Tilkynnt var um tvö önnur innbrot í dag. Engum verðmætum var stolið þegar steini var kastað í gegnum rúðu verslunar í hverfi 108. Annars staðar í borginni var tilkynnt um einstakling að brjótast inn í herbergi í íbúðakjarna. Sá stað lyfjum og debetkorti. Engin sjáanleg ummerki voru um hann þegar lögreglu bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×