Ísland tekur nú þátt í Eystrasaltsbikarnum [e. Baltic Cup] og mætti Litáen í undanúrslitum í liðinni viku. Eftir markalaust jafntefli var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Ísland hafði betur. Þar sem Lettland sló Eistland út í hinum undanúrslitaleiknum þá mætast Ísland og Eistland í úrslitum á morgun, laugardag.
Íslenska liðið æfði á vellinum í dag en taldi vallaraðstæður óboðlegar og leitaði Knattspyrnusamband Íslands að öðrum leikstöðum. Staðfesti Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptardeildar KSÍ, í viðtali við Fréttablaðið fyrr í dag. Á endanum virðist sem aðstæður hafi ekki verið neinu skárri þar og því verður leikið á Daugava-vellinum á morgun.
Update pic.twitter.com/uSu6YWZuzU
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) November 18, 2022
Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 14.00 á morgun.