Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2022 11:11 Lúkas og John eru nú að jafna sig á Landspítalanum eftir árásina á fimmtudagskvöldið. Aðsent Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. Þetta kemur fram í viðtali sem útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, tók við tvö af þremur fórnarlömbum árásarinnar. Í viðtalinu, sem heyra má hér að neðan lýsa þeir Lúkas Geir og John Sebastian árásinni, eins og hún horfði við þeim. Segjast þeir hafa verið staddir á Latino-kvöldi á neðri hæð skemmtistaðarins. „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum og bara „rush-ar“ á okkur. Við héldum að þetta væru svona fimmtán „max.“ þangað til lögreglan sagði við okkur að svo kemur í ljós að þeir voru 27,“ segir Lúkas Geir. Klippa: Einkaviðtal: Fórnarlamb stunguárásarinnar - Þú fattar ekkert að þú sért að vera stunginn. Segist hafa séð bútinn standa út úr bakinu Fimm karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld grunaðir um aðild að árásinni. Tíu hafa verið handteknir. Aðspurður hvort að hann hafi verið hræddur þegar árásin átti sér stað sagði Lúkas Geir að hann í fyrstu ekki áttað sig á því að hnífum hafi verið beitt. Hann segist hafa verið stunginn tvisvar. „Í flestum tilfellum þá veistu ekkert að þú sért stunginn fyrr en þú sérð það sjálfur. Þegar ég stend upp þá sé ég að það er bútur út úr bakinu mínu, bara hangandi út. Þá fattaði ég að ég hafi verið stunginn. Fyrir það vissi ég ekkert að ég hafi verið stunginn. Þá byrjaði „rush-ið“ og adrenalínið,“ segir hann. John Sebastian hefur svipaða sögu að segja. „Þeir koma bara niður tröppurnar. Við ætluðum að fara á klósettið, ég þurfti að pissa. Svo sé ég bara helling af gaurum að vera að að hlaupa niður,“ segir John Sebastian. „Þá byrjum við að bakka. Þá gátum við ekki bakkað meira. Þá byrjum við að slást á móti þannig séð, reyna að verja okkur því að þeir voru svona margir,“ segir hann enn fremur. Gústi B. náði tali af drengjunum.Instagram Líður eins og konungi Báðir liggja þeir á spítala en virðast vera á batavegi eftir árásina. Sjálfur segist John Sebastian hafa verið stunginn sjö sinnum, þar af í bakið og í annað lungað. Hann segist sjálfur vera sultuslakur. „Mér líður bara eins og „king“. Ég er alveg kóngurinn. Það er ekki hver sem er lifir svona af. Sem eru bara sultuslakir,“ segir hann. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Horfa má á þá umfjöllun hér að neðan. Heimildir fréttastofu herma að margir árásarmannanna hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og tengist sama öryggisfyrirtæki. Þetta hefur lögregla þó ekki viljað staðfesta. Lúkas Geir segist sjálfur að hann kannist við flesta í hópnum. „Ég kannast nú við þá alla sko, bak við grímuna,“ segir hann. Og Lúkas er alveg með á hreinu hver ástæða árásarinnar hafi verið. „Ég held að þeir séu bara „jealous“ (e. öfundsjúkir) út af því að við erum með mikla athygli á okkur.“ Hann segist þó vera ósáttur við að lögregla hafi tekið símann af honum vegna rannsóknar málsins. „Ég vil bara vera liggja hérna uppi á spítala, slakur í símanum. En ég get ekki verið með símann minn því að þeir eru að rannsaka hann fyrir stungu, sem meikar bara núll sens.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Tengdar fréttir Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. 19. nóvember 2022 00:29 Fimm í gæsluvarðhaldi og tveir til viðbótar handteknir Fimm karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld grunaðir um aðild að hnífstunguárás hóps manna á skemmtistaðnum Bankastræti Club á fimmtudagskvöld. Tíu hafa verði handteknir. 18. nóvember 2022 23:27 „Við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda“ „Það sem situr svolítið eftir hjá manni er að það skuli vera hópur þarna úti í okkar samfélagi sem einhvern veginn telur þetta bara vera í lagi,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor í félags og afbrotafræði og vísar þar í fréttir af alvarlegri hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 20:55 Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54 „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali sem útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, tók við tvö af þremur fórnarlömbum árásarinnar. Í viðtalinu, sem heyra má hér að neðan lýsa þeir Lúkas Geir og John Sebastian árásinni, eins og hún horfði við þeim. Segjast þeir hafa verið staddir á Latino-kvöldi á neðri hæð skemmtistaðarins. „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum og bara „rush-ar“ á okkur. Við héldum að þetta væru svona fimmtán „max.“ þangað til lögreglan sagði við okkur að svo kemur í ljós að þeir voru 27,“ segir Lúkas Geir. Klippa: Einkaviðtal: Fórnarlamb stunguárásarinnar - Þú fattar ekkert að þú sért að vera stunginn. Segist hafa séð bútinn standa út úr bakinu Fimm karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld grunaðir um aðild að árásinni. Tíu hafa verið handteknir. Aðspurður hvort að hann hafi verið hræddur þegar árásin átti sér stað sagði Lúkas Geir að hann í fyrstu ekki áttað sig á því að hnífum hafi verið beitt. Hann segist hafa verið stunginn tvisvar. „Í flestum tilfellum þá veistu ekkert að þú sért stunginn fyrr en þú sérð það sjálfur. Þegar ég stend upp þá sé ég að það er bútur út úr bakinu mínu, bara hangandi út. Þá fattaði ég að ég hafi verið stunginn. Fyrir það vissi ég ekkert að ég hafi verið stunginn. Þá byrjaði „rush-ið“ og adrenalínið,“ segir hann. John Sebastian hefur svipaða sögu að segja. „Þeir koma bara niður tröppurnar. Við ætluðum að fara á klósettið, ég þurfti að pissa. Svo sé ég bara helling af gaurum að vera að að hlaupa niður,“ segir John Sebastian. „Þá byrjum við að bakka. Þá gátum við ekki bakkað meira. Þá byrjum við að slást á móti þannig séð, reyna að verja okkur því að þeir voru svona margir,“ segir hann enn fremur. Gústi B. náði tali af drengjunum.Instagram Líður eins og konungi Báðir liggja þeir á spítala en virðast vera á batavegi eftir árásina. Sjálfur segist John Sebastian hafa verið stunginn sjö sinnum, þar af í bakið og í annað lungað. Hann segist sjálfur vera sultuslakur. „Mér líður bara eins og „king“. Ég er alveg kóngurinn. Það er ekki hver sem er lifir svona af. Sem eru bara sultuslakir,“ segir hann. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Horfa má á þá umfjöllun hér að neðan. Heimildir fréttastofu herma að margir árásarmannanna hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og tengist sama öryggisfyrirtæki. Þetta hefur lögregla þó ekki viljað staðfesta. Lúkas Geir segist sjálfur að hann kannist við flesta í hópnum. „Ég kannast nú við þá alla sko, bak við grímuna,“ segir hann. Og Lúkas er alveg með á hreinu hver ástæða árásarinnar hafi verið. „Ég held að þeir séu bara „jealous“ (e. öfundsjúkir) út af því að við erum með mikla athygli á okkur.“ Hann segist þó vera ósáttur við að lögregla hafi tekið símann af honum vegna rannsóknar málsins. „Ég vil bara vera liggja hérna uppi á spítala, slakur í símanum. En ég get ekki verið með símann minn því að þeir eru að rannsaka hann fyrir stungu, sem meikar bara núll sens.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Tengdar fréttir Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. 19. nóvember 2022 00:29 Fimm í gæsluvarðhaldi og tveir til viðbótar handteknir Fimm karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld grunaðir um aðild að hnífstunguárás hóps manna á skemmtistaðnum Bankastræti Club á fimmtudagskvöld. Tíu hafa verði handteknir. 18. nóvember 2022 23:27 „Við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda“ „Það sem situr svolítið eftir hjá manni er að það skuli vera hópur þarna úti í okkar samfélagi sem einhvern veginn telur þetta bara vera í lagi,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor í félags og afbrotafræði og vísar þar í fréttir af alvarlegri hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 20:55 Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54 „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. 19. nóvember 2022 00:29
Fimm í gæsluvarðhaldi og tveir til viðbótar handteknir Fimm karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld grunaðir um aðild að hnífstunguárás hóps manna á skemmtistaðnum Bankastræti Club á fimmtudagskvöld. Tíu hafa verði handteknir. 18. nóvember 2022 23:27
„Við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda“ „Það sem situr svolítið eftir hjá manni er að það skuli vera hópur þarna úti í okkar samfélagi sem einhvern veginn telur þetta bara vera í lagi,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor í félags og afbrotafræði og vísar þar í fréttir af alvarlegri hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 20:55
Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54
„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22
Um tuttugu grímuklæddir menn réðust inn á klúbbinn Lögregla útilokar ekki að fleiri verði handteknir í dag í tengslum við alvarlega hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. 18. nóvember 2022 10:51