Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. nóvember 2022 00:03 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. Tinna er annar tveggja fulltrúa ungra umhverfissinna á loftslagsráðstefnunni COP 27 en á fimmta tug íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna. Í samtali við fréttastofu segir Tinna að það hafi náðst söguleg samstaða um það að stofna loftslagshamfarasjóð. Sjóðurinn muni veita fjármagn til ríkja sem eru í viðkvæmri stöðu vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þarna sé verið að tala um flóð, þurrka og fellibyli. Ekki sé enn ljóst hvaða ríki falli undir kröfur sjóðsins. „Sjóðurinn er vegna tapa og tjóna sem eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þetta er búin að vera krafa lengi og sérstaklega hávær núna,“ segir Tinna. Mikilvægt að stíga ekki skref til baka Þrátt fyrir samstöðuna sem ríki um fyrrnefndan sjóð segir Tinna pattstöðu ríkja í nokkrum málaflokkum. „Þarna er verið að ræða um að við séum ekki að fara að stíga skref til baka frá því sem var samþykkt á COP26 í Glasgow í fyrra. Að við séum jafn sterk í orðalaginu um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu. Fólk vill hafa inni í textanum að hnattræn hlýnun þurfi að ná hámarki í seinasta lagi árið 2025,“ segir Tinna. Hún nefnir að einnig sé á um orðalag varðandi hvernig eigi að „fasa niður“ notkun á kolum en í samþykktinni sé enn sama orðalag og samþykkt var í Glasgow. „Það er búið að vera mikið ákall núna frá mörgum ríkjum núna, meðal annars Noregi að þarna sé einnig átt við olíu og gas,“ segir Tinna. „Við verðum bara að sjá hvað gerist“ Að hennar sögn vill Sádí Arabía að þessi klausa sé tekin út úr samþykktinni. Þau haldi því fram að málið snúist einungis um losun yfirhöfuð en ekki ákveðna losunarvalda. Annað innan ráðstefnunnar vilji herða orðalag klausunnar úr því að fasa niður í að fasa út ásamt því að hún innihaldi allt jarðefnaeldsneyti. „Mismunandi sjónarhorn hafa stangast á hérna í svo rosalega langan tíma. Þegar við náum þessari samstöðu um loftslagshamfarasjóðinn þá fannst manni svona eins og það gæti keyrt aðra hluti áfram. Á móti kemur er enn þá mikil tregða hvað varðar samdrátt í losun og sömuleiðis hvað varðar jarðeldsneyti þannig það er farið að hægjast aðeins á þessum anda og hraða um það að klára þetta sem mér fannst vera áður. Við verðum bara að sjá hvað gerist,“ segir Tinna. Hún segir lokasamþykkt þingsins birtast í kvöld og vonandi verði allt samþykkt í kjölfarið. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Egyptaland Tengdar fréttir Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Tinna er annar tveggja fulltrúa ungra umhverfissinna á loftslagsráðstefnunni COP 27 en á fimmta tug íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna. Í samtali við fréttastofu segir Tinna að það hafi náðst söguleg samstaða um það að stofna loftslagshamfarasjóð. Sjóðurinn muni veita fjármagn til ríkja sem eru í viðkvæmri stöðu vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þarna sé verið að tala um flóð, þurrka og fellibyli. Ekki sé enn ljóst hvaða ríki falli undir kröfur sjóðsins. „Sjóðurinn er vegna tapa og tjóna sem eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þetta er búin að vera krafa lengi og sérstaklega hávær núna,“ segir Tinna. Mikilvægt að stíga ekki skref til baka Þrátt fyrir samstöðuna sem ríki um fyrrnefndan sjóð segir Tinna pattstöðu ríkja í nokkrum málaflokkum. „Þarna er verið að ræða um að við séum ekki að fara að stíga skref til baka frá því sem var samþykkt á COP26 í Glasgow í fyrra. Að við séum jafn sterk í orðalaginu um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu. Fólk vill hafa inni í textanum að hnattræn hlýnun þurfi að ná hámarki í seinasta lagi árið 2025,“ segir Tinna. Hún nefnir að einnig sé á um orðalag varðandi hvernig eigi að „fasa niður“ notkun á kolum en í samþykktinni sé enn sama orðalag og samþykkt var í Glasgow. „Það er búið að vera mikið ákall núna frá mörgum ríkjum núna, meðal annars Noregi að þarna sé einnig átt við olíu og gas,“ segir Tinna. „Við verðum bara að sjá hvað gerist“ Að hennar sögn vill Sádí Arabía að þessi klausa sé tekin út úr samþykktinni. Þau haldi því fram að málið snúist einungis um losun yfirhöfuð en ekki ákveðna losunarvalda. Annað innan ráðstefnunnar vilji herða orðalag klausunnar úr því að fasa niður í að fasa út ásamt því að hún innihaldi allt jarðefnaeldsneyti. „Mismunandi sjónarhorn hafa stangast á hérna í svo rosalega langan tíma. Þegar við náum þessari samstöðu um loftslagshamfarasjóðinn þá fannst manni svona eins og það gæti keyrt aðra hluti áfram. Á móti kemur er enn þá mikil tregða hvað varðar samdrátt í losun og sömuleiðis hvað varðar jarðeldsneyti þannig það er farið að hægjast aðeins á þessum anda og hraða um það að klára þetta sem mér fannst vera áður. Við verðum bara að sjá hvað gerist,“ segir Tinna. Hún segir lokasamþykkt þingsins birtast í kvöld og vonandi verði allt samþykkt í kjölfarið.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Egyptaland Tengdar fréttir Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45
Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37
Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03