Nýsköpun sem gæti umbylt íslenskum sauðfjárbúskap Icewear 1. desember 2022 08:51 Einstakir eiginleikar íslensku ullarinnar eru nýttir í einangrun nýrrar útivistarlínu frá Icewear. „Þetta er nýsköpun á heimsmælikvarða, ekki bara fyrir okkar fyrirtæki heldur fyrir Ísland og íslenska sauðfjárbændur. Eiginleikar íslensku ullarinnar er svo einstakir í heiminum að þá er ekki hægt að kópera,“ segir Ágúst Þór Eiríksson, eigandi útivistarfyrirtækisins Icewear en Icewear hefur þróað línu útivistarfatnaðar sem einangraður er með íslenskri ull. „Við lítum á þetta sem framtíðarverkefni sem verður ein meginstoð fyrirtækisins," segir Ágúst Þór Eiríksson, eigandi útivistarfyrirtækisins Icewear Línan samanstendur af léttum jökkum, vetrarúlpum, vestum og buxum auk smávöru eins og vettlingum og óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn. „Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, hjá Íslendingum en ekki síður erlendum ferðamönnum. Fólk hefur tekið þessari nýjung fagnandi og segir að þetta slái við öllu sem það hefur notað í sinni útivist. Flíkurnar eru léttar og eiginleikar ullarinnar gera það að verkum að þær anda betur, fólk svitnar minna og þær veita fullkomið skjól. Ullin þolir rigningu og bleytu sem dúnn þolir til dæmis ekki og heldur á fólki hita þó hún blotni. Þá hefur ullin temprandi eiginleika svo okkur verður ekki of heitt þó við förum inn í hús, “ útskýrir Ágúst. „Við kveiktum strax á perunni að það væri engin önnur ull betri til að nota í einangrun en okkar íslenska.“ Línan samanstendur af léttum jökkum, vetrarúlpum, vestum og buxum auk smávöru eins og vettlingum Íslenska ullin er samsett úr tveimur lögum, togi og þeli sem gerir hana loftmikla og létta en afar einangrandi. Icewear hóf þróunarvinnu á ullareinangrun árið 2020 og strax sama ár var fyrsta prótótýpa klár. Fyrstu flíkurnar voru kynntar á markað 1. desember 2021 en það þótti við hæfi að kynna línuna á fullveldisdaginn. „Við höfum þróað einangrunina á tvennan hátt. Við blöndum ullina við pólýester til að gera sterkari einangrunarplötur, allt frá 60 gramma til 200 gramma, eftir því hvað flíkin er þykk en í þykkari vetrarúlpur er ullinni blandað í kúlur sem er sprautað inn í flíkina,“ útskýrir Ágúst. Hann telur verkefnið geta haft jákvæð áhrif á íslenskan sauðfjárbúskap. „Við notum mislita ull sem bændur hafa verið í vandræðum með að fá gott verð fyrir en miðað við eftirspurnina sem við verðum vör við gæti þetta orðið búbót fyrir greinina,“ segir Ágúst og bætir við að markaðurinn fyrir útivistarfatnað sé margfalt stærri en markaðurinn fyrir prjónaðar ullarpeysur. „Ég hef verið viðloðandi íslensku ullina allt frá 1983 og byggi fyrirtækið á ullarvörum en þetta er einstök nýjung. Miðað við eiginleika vörunnar er ég sannfærður um að þetta verður stórt fyrir búgreinina og ég tel að það geti gerst hraðar en fólk áttar sig á. Icewear er stórt fyrirtæki á íslenskum markaði og við höfum lagt gríðarlega fjármuni í að þróa þessa vöru. Við erum eina útivistarfyrirtækið sem notar ull sem aðalstoðina í fatnað og ullin er lífrænt efni meðan mikið af útivistarfatnaði er fóðraður eingöngu með gerviefnum. Við lítum á þetta sem framtíðarverkefni sem verður ein meginstoð fyrirtækisins. Það er einfaldlega ekki hægt að kópera íslensku ullina, eins og skyrið og þeir sem fara í ullareinangruðu flíkurnar okkar einu sinni fara ekki til baka.“ Landbúnaður Tíska og hönnun Nýsköpun Verslun Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Við lítum á þetta sem framtíðarverkefni sem verður ein meginstoð fyrirtækisins," segir Ágúst Þór Eiríksson, eigandi útivistarfyrirtækisins Icewear Línan samanstendur af léttum jökkum, vetrarúlpum, vestum og buxum auk smávöru eins og vettlingum og óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn. „Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, hjá Íslendingum en ekki síður erlendum ferðamönnum. Fólk hefur tekið þessari nýjung fagnandi og segir að þetta slái við öllu sem það hefur notað í sinni útivist. Flíkurnar eru léttar og eiginleikar ullarinnar gera það að verkum að þær anda betur, fólk svitnar minna og þær veita fullkomið skjól. Ullin þolir rigningu og bleytu sem dúnn þolir til dæmis ekki og heldur á fólki hita þó hún blotni. Þá hefur ullin temprandi eiginleika svo okkur verður ekki of heitt þó við förum inn í hús, “ útskýrir Ágúst. „Við kveiktum strax á perunni að það væri engin önnur ull betri til að nota í einangrun en okkar íslenska.“ Línan samanstendur af léttum jökkum, vetrarúlpum, vestum og buxum auk smávöru eins og vettlingum Íslenska ullin er samsett úr tveimur lögum, togi og þeli sem gerir hana loftmikla og létta en afar einangrandi. Icewear hóf þróunarvinnu á ullareinangrun árið 2020 og strax sama ár var fyrsta prótótýpa klár. Fyrstu flíkurnar voru kynntar á markað 1. desember 2021 en það þótti við hæfi að kynna línuna á fullveldisdaginn. „Við höfum þróað einangrunina á tvennan hátt. Við blöndum ullina við pólýester til að gera sterkari einangrunarplötur, allt frá 60 gramma til 200 gramma, eftir því hvað flíkin er þykk en í þykkari vetrarúlpur er ullinni blandað í kúlur sem er sprautað inn í flíkina,“ útskýrir Ágúst. Hann telur verkefnið geta haft jákvæð áhrif á íslenskan sauðfjárbúskap. „Við notum mislita ull sem bændur hafa verið í vandræðum með að fá gott verð fyrir en miðað við eftirspurnina sem við verðum vör við gæti þetta orðið búbót fyrir greinina,“ segir Ágúst og bætir við að markaðurinn fyrir útivistarfatnað sé margfalt stærri en markaðurinn fyrir prjónaðar ullarpeysur. „Ég hef verið viðloðandi íslensku ullina allt frá 1983 og byggi fyrirtækið á ullarvörum en þetta er einstök nýjung. Miðað við eiginleika vörunnar er ég sannfærður um að þetta verður stórt fyrir búgreinina og ég tel að það geti gerst hraðar en fólk áttar sig á. Icewear er stórt fyrirtæki á íslenskum markaði og við höfum lagt gríðarlega fjármuni í að þróa þessa vöru. Við erum eina útivistarfyrirtækið sem notar ull sem aðalstoðina í fatnað og ullin er lífrænt efni meðan mikið af útivistarfatnaði er fóðraður eingöngu með gerviefnum. Við lítum á þetta sem framtíðarverkefni sem verður ein meginstoð fyrirtækisins. Það er einfaldlega ekki hægt að kópera íslensku ullina, eins og skyrið og þeir sem fara í ullareinangruðu flíkurnar okkar einu sinni fara ekki til baka.“
Landbúnaður Tíska og hönnun Nýsköpun Verslun Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira