Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 15:17 Voria Ghafouri hefur leikið með íranska landsliðinu frá árinu 2014, alls að minnsta kosti 28 leiki, en er ekki í HM-hópi liðsins. Getty/Mohammad Karamali Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. Frá þessu greinir meðal annars AFP og hefur það eftir Fars News fréttamiðlinum í Íran. Ghafouri var handtekinn eftir æfingu með liði sínu Foolad Khuzestan og sakaður um að hafa „eyðilagt orðspor landsliðsins og dreift áróðri gegn ríkinu,“ samkvæmt frétt Fars News. Hann hefur látið í sér heyra í mótmælaöldunni í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést þar í varðhaldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Ghafouri er 35 ára og á að baki 28 landsleiki en hann var ekki valinn í hópinn sem spilar á HM í Katar þessa dagana. Hann tók því ekki þátt í því þegar liðið sýndi andstöðu sína við stjórnvöld með því að þegja á meðan að þjóðsöngurinn var spilaður, fyrir leikinn við England á mánudaginn. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Þegar byrjunarlið Írans þagði yfir þjóðsöngnum fyrir leikinn við England á mánudag var skipt um sjónarhorn í útsendingunni í írönsku sjónvarpi og notast við vítt skot af vellinum, svo að ekki sæist í leikmenn. Hópur íranskra stuðningsmanna á vellinum baulaði á meðan að þjóðsöngurinn var leikinn. Eftir leik sagði Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Írans, að stuðningsmenn sem ekki styddu sitt lið ættu að halda sig heima. Næsti leikur Írans á HM er gegn Wales í fyrramálið. HM 2022 í Katar Fótbolti Íran Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars AFP og hefur það eftir Fars News fréttamiðlinum í Íran. Ghafouri var handtekinn eftir æfingu með liði sínu Foolad Khuzestan og sakaður um að hafa „eyðilagt orðspor landsliðsins og dreift áróðri gegn ríkinu,“ samkvæmt frétt Fars News. Hann hefur látið í sér heyra í mótmælaöldunni í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést þar í varðhaldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Ghafouri er 35 ára og á að baki 28 landsleiki en hann var ekki valinn í hópinn sem spilar á HM í Katar þessa dagana. Hann tók því ekki þátt í því þegar liðið sýndi andstöðu sína við stjórnvöld með því að þegja á meðan að þjóðsöngurinn var spilaður, fyrir leikinn við England á mánudaginn. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Þegar byrjunarlið Írans þagði yfir þjóðsöngnum fyrir leikinn við England á mánudag var skipt um sjónarhorn í útsendingunni í írönsku sjónvarpi og notast við vítt skot af vellinum, svo að ekki sæist í leikmenn. Hópur íranskra stuðningsmanna á vellinum baulaði á meðan að þjóðsöngurinn var leikinn. Eftir leik sagði Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Írans, að stuðningsmenn sem ekki styddu sitt lið ættu að halda sig heima. Næsti leikur Írans á HM er gegn Wales í fyrramálið.
HM 2022 í Katar Fótbolti Íran Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira